Vilja lenda makríldeilunni
Skipun Sigurgeirs Þorgeirssonar, ráðuneytisstjóra sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, sem aðalsamningamanns Íslands í makríldeilunni er til marks um vilja íslenskra stjórnvalda til þess að ná niðurstöðu í málinu.
Þetta er haft eftir Benedikt Jónssyni, sendiherra Íslands í London, á fréttavefnum Fishnews.eu en þar segir að Benedikt hafi fundað 13. júní síðastliðinn með forystumönnum evrópskra útgerðarfyrirtækja sem stunda uppsjávarveiðar en fundurinn var skipulagður af honum ásamt þingmanninum Eilidh Whiteford sem situr á breska þinginu fyrir Skoska þjóðarflokkinn.
Fram kemur í fréttinni að fundarmenn hafi nýtt tækifærið til þess að ræða makríldeiluna á hreinskiptinn hátt og lýst skoðunum sínum á stöðu mála. Þeir hafi verið sammála um mikilvægi þess að fundin væri lausn á deilunni sem allra fyrst.
Þar segir að Benedikt hafi lagt áherslu á að íslenskum stjórnvöldum sé full alvara að ná samkomulagi um lausn makríldeilunnar og að Evrópusambandið ætti að líta á skipun Sigurgeirs sem aðalsamningamanns sem merki um vilja Íslands til þess að lenda málinu.
Þá segir ennfremur í frétt Fishnews.eu að fundarmenn hafi verið sammála um að fundurinn hafi verið gagnlegur og að hugsanlega yrði fundað aftur næsta haust á hliðstæðum nótum.
Eins og mbl.is greindi frá í vetur var ákveðið af stjórnvöldum að Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur utanríkisráðuneytisins, skyldi hætta sem aðalsamningamaður Íslands í makríldeilunni en sú ákvörðun mætti harðri gagnrýni meðal annars frá Jóni Bjarnasyni, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Fullyrti Jón meðal annars að Tómas hefði verið látinn hætta að kröfu Evrópusambandsins vegna þess að hann hefði staðið of fast á kröfum Íslendinga en Jón lét af embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um síðustu áramót. Þessu hafa forystumenn ríkisstjórnarinnar hafnað og lagt áherslu á að eftir sem áður stæði til að standa vörð um hagsmuni Íslands.
Þess má geta að komið hefur fram í máli forystumanna innan Evrópusambandsins að óleyst makríldeila gæti sett strik í reikninginn í viðræðum um sjávarútvegsmál vegna umsóknar Íslands um inngöngu í sambandið og sama hefur komið fram hjá íslenskum ráðherrum.
Bloggað um fréttina
-
Jón Baldur Lorange: Markríldeilan og aðildarviðræður við ESB eru tengd mál
-
Páll Vilhjálmsson: Ragnar Arnalds: Össur blekkir þjóðina
-
Vinstrivaktin gegn ESB: Samfylkingin vill frekar veifa röngu tré en öngvu
-
Gunnlaugur I.: Stjórnvöld viðurkenna að brottrekstur Tómasar H. Heiðars sem formanns samninganefndar ...
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson: Makrílsvik eins og Icesave-svik!
-
Gísli Gíslason: Dæmigerð Moggafrétt
-
Heimssýn: Ríkisstjórnin gefst upp í makríldeilunni
-
Jóhann Elíasson: NÚ Á AÐ LÁTA ALVEG UNDAN KRÖFU ESB - GJALDIÐ ...
-
Kristinn Karl Brynjarsson: Verður tímabundin fjarvera makrílsins notuð til að réttlæta eftirgjöf í ...
Innlent »
Mánudagur, 18.2.2019
- Hafa ekkert með stjórn Gamma að gera
- Kom sjálfum sér á óvart með söngnum
- Færa inngang og sleppa við friðlýsingu
- Lilja: „Sigur fyrir söguna“
- Fallast á verndun Víkurgarðs
- „Börn eiga alltaf rétt á stuðningi“
- Ekkert sem bendir til ójafnvægis
- „Vonin minnkar með hverjum deginum“
- Segja árás formanns VR ómaklega
- Munu styðja samkomulag við vinnumarkað
- Veita 30 milljónir fyrir flóttafólk frá Venesúela
- Keyptu níu „svindl-bíla“ árið 2017
- Þakkaði Karli Gauta góða yfirferð
- Nektarmyndsendingar algengar í 10. bekk
- „4 milljóna króna laun eru ekki hófleg“
- Húsnæði fyrir flóttafólk mesta áskorunin
- Hóta að taka fé úr stýringu hjá Kviku
- Mótmæla við Landsbankann
- Unnur Brá tekur á ný sæti á Alþingi
- Tvö snjóflóð féllu á Ólafsfjarðarveg
- Stafrænt kynferðisofbeldi til umræðu
- Mikill meirihluti vill kvótakerfið áfram
- „Aldrei heyrt um loðnu svo sunnarlega“
- Ríkið leitar hugmynda um framtíðina
- Skordýr fannst í maíspoppi
- Búast við hugmyndum stjórnvalda á morgun
- Svindlið nær allt til 2018
- 35 teknir fyrir vímuakstur
- Matarboð fyrir einhleypa
- Skoða sæstreng milli Íslands, Noregs og Írlands
- Ratsjármæli farleiðir fugla
- Fá engin svör frá borginni
- Vegum lokað vegna ófærðar
- Norðanhríð fram yfir hádegi
- Hættustig í Ólafsfjarðarmúla
- Þjófar og fíkniefnasalar í haldi
- Leysigeisla beint að flugvél
- Íslensku sauðfé fækkaði um 10%
- Skattabreytingar tilkynntar bráðlega
- Kæfisvefn barna getur haft áhrif á heilsu þeirra
- Ávarpaði stóran útifund
- Höfnin ekki dýpkuð í vikunni
- Ákvörðun um friðun Víkurgarðs kynnt í dag
Sunnudagur, 17.2.2019
- Vara við öflugum hviðum þvert á veginn
- Ásgeir fái sína eigin seríu
- Bryndís segist vera fórnarlamb
- Lögregla óskar eftir vitnum að óhappi
- Voru að losa bílana úr sköflunum
- Nafngreindur maður vændur um lygar
- Lifði af sex sólarhringa í snjóflóði
- Breytingar Samskipa gefið góða raun
- Sakar Bryndísi um hroka
- Leita Jóns frá morgni til kvölds
- Röktu ferðir ræningja í snjónum
- Mismunar miðlum gróflega
- Verkalýðsfélög stýra ekki landinu