Vill ekki þingfundi í júlí

Skuggar á stjái á göngubrúnni í Alþingishúsinu.
Skuggar á stjái á göngubrúnni í Alþingishúsinu. mbl.is/ÞÖK

„Ég tel að það sé orðið löngu tímabært að við ljúkum þingfundum. Það er hægt að ljúka þingi á einum degi,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, um stöðuna.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag vill hún ekki ræða dagsetningar í þessum efnum og bendir á að réttur til þingfrestunar sé hjá Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Spurð hvernig henni hugnist þing í júlí kveðst hún ekki hrifin af því.

„Lögbundið sumarleyfi þingsins er frá 1. júlí til 10. ágúst. Að sjálfsögðu vil ég virða lög sem um þingið gilda. Það er ekki minn vilji að það sé verið að funda hér í sumar. Svo má minna á að innsetning forseta í embætti fer fram í Alþingishúsinu 1. ágúst og það þarf að gera tímafrekar ráðstafanir og breytingar í húsinu fyrir þá athöfn. Á meðan þær standa yfir er ekki hægt að halda þingfundi. Því vonast ég til að mönnum takist að ná samkomulagi um að ljúka þinginu á morgun [í dag].“

Steingrímur J. Sigfússon segir ekki koma til greina að láta undan kröfum minnihlutans í lykilmálum, þ.m.t. sjávarútvegsmálinu, til að greiða fyrir samþykkt um þinglok. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ríkisstjórnina hafa komið alltof seint fram með vanbúin mál, slík vinnubrögð séu að hennar mati ekki boðleg. Formaður Framsóknarflokksins telur ótækt að þing starfi nánast fram að forsetakosningum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »