Árþúsund að bæta skaða uppblásturs

Rofabarð á Hrunamannaafrétti í Árnessýslu.
Rofabarð á Hrunamannaafrétti í Árnessýslu. mbl.is/Jóhann Þórsson

Það mun taka þúsundir ára að endurnýja þann jarðveg sem hefur tapast vegna uppblásturs á Íslandi. Þetta kom fram í erindi Jóhanns Þórssonar, sérfræðings hjá Landgræðslu ríkisins á málþingi á vegum Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem haldið var í gær.

Jóhann sagði ennfremur að verulega hefði verið gengið á jarðveg frá því að Íslands byggðist og það sæist á því að jarðvegur væri mjög næringarrýr í mörgum landshlutum. Nefndi hann hálendið sérstaklega í því samhengi.

„Sums staðar hafa menn bókstaflega ofnýtt jarðveginn þannig að hann hefur blásið á brott,“ segir Jóhann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »