Ráðuneyti leiðréttir kynbundinn launamun

Innanríkisráðuneytið hefur leiðrétt kynbundinn launamun í ráðneytinu.
Innanríkisráðuneytið hefur leiðrétt kynbundinn launamun í ráðneytinu. mbl.is

Innanríkisráðuneytið hefur leiðrétt kynbundinn launamun í ráðneytinu en við jafnlaunaúttekt kom í ljós 2,5% óútskýrður launamunur meðal sérfræðinga ráðuneytisins. Ráðuneytið telur óviðunandi að konur og karlar njóti ekki sömu launa fyrir sömu störf.

Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu ráðuneytisins.

Þar segir að munurinn hafi verið leiðréttur. Þetta er í fyrsta skiptið sem jafnlaunaúttekt fer fram í Stjórnarráðinu og að hún sé framkvæmd í öllum ráðuneytum.

Samkvæmt jafnréttisáætlun ber að kanna árlega hvort fyrir hendi sé kynbundinn launamunur og jafnframt er yfirstjórn gert að skýra frá því hvernig hún hyggist bregðast við því. Sérstaklega skal kanna hvort kynbundinn launamunur sé á fastri yfirvinnu eða aukagreiðslum eins og bílastyrkjum eða öðrum hlunnindum.

mbl.is

Bloggað um fréttina