Fréttaskýring: Munu landsmenn hrósa „appi“?

Þessi kona er örugglega að komin með nýjasta appið.
Þessi kona er örugglega að komin með nýjasta appið. AFP

Orðið „app“ hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum. Reglulega berast fréttir af nýju appi sem eigendur snjallsíma og spjaldtölva eru hvattir til að nálgast. App, sem er stytting á enska orðinu application, hefur m.a. verið þýtt sem snjallsímaforrit. Nú hefur þýðingin stefja litið dagsins ljós, en er ekki í lagi að nota orðið app?

Ari Páll Kristinsson, rannsóknarprófessor hjá Árnastofnun, segist ekki sjá neina sérstaka meinbugi á því. App sé ágætt orð að því leyti að það falli að beygingarkerfinu, en það beygist eins og orðin happ eða klapp. Auk þess sé bæði auðvelt að bera orðið fram og skrifa það.

„Mér heyrist ekki vera samstaða um neitt orð, sem er alíslenskt, til að leysa þetta af hólmi,“ segir Ari Páll í samtali við mbl.is. Hann bendir hins vegar á að nýjasta þýðingin sé orðið stefja sem komi frá orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands.

Ekki gegnsætt

Það hve mönnum gengur illa að finna íslenskt orð yfir app bendir til þess að mönnum sé ekki vel ljóst hvað við sé átt þegar talað sé um app, þ.e. orðið er ekki gegnsætt, að sögn Ara Páls. Hvað varðar þýðinguna stefja þá megi segja að það sé ekki heldur nægilega lýsandi.

„App hefur þann ókost, eins og mörg tökuorð, að það segir ekki sjálft hvað það er,“ segir Ari Páll. Orðið fái merkingu sína af notkuninni sem sé algengt. „En mér finnst stefja ekkert segja mér hvað það er,“ bætir Ari Páll við.

„Í nýyrðadagbókinni segir [að orðið app sé] varasamt. Við erum ekki alveg tilbúin að mæla ákveðið með því,“ segir Ari Páll. Það gæti enn einhverjar tregðu í samfélaginu við að samþykkja orðið.

Ritmál og talmál skipta með sér verkum

App er tölvuforrit sem er hugsað fyrir snjallsíma á borð við iPhone og spjaldtölvur. Dæmi um slíkt forrit er 112 Iceland sem var nýverið kynnt. Það er snjallsímaforrit sem er ætlað að auka öryggi ferðafólks.

Orðið app er ætlað að útskýra að um einhverskonar smækkun sé að ræða, eða smáforrit eða forritsstubbur. Hugmyndin með orðinu stefja er væntanlega svipuð að sögn Ara Páls. Þar sé einnig um smækkun að ræða, þ.e. stef sem getur t.d. þýtt vísupartur.

Ari Páll segir mögulegt að lokaniðurstaðan verði sú að app verði notað í daglegu tali og - mögulega - stefja í bókmáli. Það sé ekki ósvipað því og segja megi um notkun orðanna bíll og bifreið. „Það virðist vera mjög algengt í íslenskunni að ritmálið og talmálið skipti með sér verkum,“ segir Ari Páll.

Það er aftur á móti ljóst að öll umræða um tungumálið er af hinu góða. „Það er ekki dauðvona meðan maður talar svona mikið um það,“ segir Ari Páll að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Spá staðbundnu óveðri

22:36 Spáð er staðbundnu óveðri eftir hádegi á morgun syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austan storm eða rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður annars staðar á landinu. Meira »

Eins og rússnesk rúlletta

22:00 „Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmeðlimur Pírata á Suðurnesjum. Meira »

Ásgerður skipar fyrsta sætið

21:38 Alls greiddu 711 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri fékk flest atkvæði eða 534 atkvæði alls, en 463 í fyrsta sætið. Meira »

Fjórir létust úr listeríusýkingu

21:13 Óvenjumargir eða sjö einstaklingar greindust með listeríusýkingu á síðasta ári. Fjórir af þessum sjúklingum létust, þrír af þeim voru eldri einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma en einn var nýfætt barn. Sýkingarnar voru taldar innlendar í sex af þessum tilfellum. Meira »

Blær les Ísfólkið sem verða nú hljóðbækur

19:46 Leikkonan Þuríður Blær Jóhannsdóttir byrjaði í vikunni að lesa upp bækurnar um Ísfólkið en þær verða nú að hljóðbókum. „Ég er svo spennt. Þetta eru 47 bækur, þetta er rosa mikið og mikilvægt hlutverk." Meira »

Mikið framboð af lækna­dópi „sláandi“

19:45 „Mér fannst slá­andi hversu mikið fram­boð er af fíkni­efn­um, sérstaklega af am­feta­míni, kókaíni og lækna­dópi og hversu auðvelt það er að kom­ast í þessa hópa ef maður hef­ur áhuga á því,“ seg­ir Inga Rut Helgadóttir sem skoðaði sölu fíkni­efna á sam­fé­lags­miðlum. Meira »

Tvöfaldur pottur næst

19:27 Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni og verður lottópotturinn tvöfaldur í næstu viku. Einn miðaeigandi var með bónusvinninginn og hlýtur hann 656.100 kr., en miðinn var keyptur í N1, Hafnargötu 86 í Reykjanesbæ. Meira »

Landspítalann aldrei jafn öflugur og nú

19:38 Forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, segir að spítalinn hafi aldrei verið öflugri en nú og rangt sé að hann ætli að draga úr starfsemi líkt og fram hafi komið í fréttum. Meira »

Beinbrunasótt greind á Íslandi

18:54 Ungur maður kom í nóvember heim til Íslands eftir að hafa dvalist á Filippseyjum. Hann veiktist á heimleiðinni með hita, skjálfta, niðurgangi og almennum slappleika. Staðfest var með blóðprófi að um beinbrunasótt (Dengue) var að ræða en aðeins einu sinni áður hefur hún greinst hér á landi. Meira »

27 greindust með HIV í fyrra

18:44 Samtals greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu á árinu 2017. Meðalaldur hinna sýktu er 35 ár (aldursbil 16‒59 ára). Af þeim sem greindust á árinu voru þrjár konur og 18 voru af erlendu bergi brotnir (67%). Meira »

Konu bjargað upp úr gjá

18:06 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og björgunarsveitarfólk komu göngukonu til bjargar í Heiðmörk á sjötta tímanum en konan hafði fallið niður í gjá á gönguleið. Meira »

Peningar eru ekki vandamálið

17:44 „Það er mjög óheppilegt að þetta skuli koma upp og hefði verið gott ef menn hefðu hugsað þetta áður en lagt var af stað,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra um stöðuna í millilandaflugi á Akureyri. Meira »

Ábyrgð samfélagsmiðla nú til umræðu

17:39 Lærdómurinn fyrir íslenska unglinga, sem eru endalaust að senda nektarmyndir af sér í gegnum Snapchat, er sá að þegar fólk áframsendir nektarmyndir af fólki sem er börn í lagalegum skilningi, þá er það að deila barnaklámi,“ segir María Rún Bjarnadóttir, doktorsnemi í lögfræði. Meira »

Óvissustig í Ólafsfjarðarmúla

16:20 Siglufjarðarvegur er enn lokaður vegna snjóflóðahættu og óvissustig gildir í Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Veðurspáin hefur hins vegar skánað fyrir morgundaginn. Meira »

Látinn laus í Malaga

14:50 Íslenskum karlmanni á fertugsaldri, sem Fréttablaðið greindi frá því í gær að hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni, grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni, hefur verið sleppt úr haldi. Meira »

Sýning fellur niður

17:33 Leiksýningin Himnaríki og helvíti fellur niður á morgun, sunnudaginn 21. janúar, vegna veikinda.  Meira »

Gera kröfu í dánarbú meints geranda

15:32 Óskað verður eftir opinberri rannsókn á meintum fjárdrætti fyrrverandi starfsmanns Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. á árunum 2010-2015. Lögmanni Höfða hefur verið falið að gera kröfu í dánarbú meints geranda. Meira »

Allt uppselt á innan við klukkustund

14:26 Bræðurnir Daníel Ólafur og Róbert Frímann voru fyrir jól í gönguferð um Gróttu ásamt föður sínum þegar Róbert stakk upp á því að hefja sölu á kakói í Gróttu. Svo bættust kleinur við og í dag mættu þeir í annað skiptið að selja til gesta og gangandi. Þeir hafa vart undan og uppselt var strax. Meira »
Vatnstúrbínur
Getum boðið allar gerðir af turbínusettum Hagstætt verð. Vélasala Holts Snæ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...