Milljarða velta tengd hestum

mbl.is/Eggert

Hrossarækt og hestamennska velta umtalsverðum fjármunum í hagkerfinu á ári hverju. Samkvæmt samantekt sem byggð er á vinnugögnum frá Landssambandi hestamannafélaga eru umsvif í kringum hestamennsku um tíu milljarðar á ári hérlendis.

Auk þess eru tekjur vegna hestatengdrar ferðaþjónustu, blóðtöku úr hryssum til lyfjagerðar o.fl. Með þeim eru umsvifin á annan tug milljarða.

Í umfjöllun um umsvifin í hestamennsku í Morgunblaðinu í dag segir, að talið sé að á landinu séu um 200 tamninga- og þjálfunarstöðvar í rekstri og að fjöldi hrossa sem fari í gegnum þær á ári sé um 5.000. Meðal tamningagjöld eru um 60.000 kr/mánuði sem þýðir að stöðvarnar eru með nálægt 1,2 milljörðum í tekjur af tamninga- og þjálfunargjöldum, að því gefnu að hvert hross dvelji þar í 4 mánuði. Íslensk hross eru um 80.000. Af þeim áætlar LH að 30.000 séu notuð á ári hverju.

Samkvæmt upplýsingum frá Búnaðarsambandi Vesturlands er áætlað að hross á útigangi þurfi eina heyrúllu á mánuði. Hross á innistöðu þarf um 7 kg/dag af heyi. Miðað við þetta er heyþörf íslenska hrossastofnsins 155 þúsund tonn af heyi á ári og framleiðslukostnaður þess um 3,6 milljarðar króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina