Eldsvoði í Eyjum

Bifreiðarnar eru gjörónýtar
Bifreiðarnar eru gjörónýtar Eyjafréttir/Óskar Pétur Friðriksson

Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út um klukkan hálf þrjú í nótt en kviknað hafði í sendibifreið sem stóð við Skvísusund.  Þegar að var komið stóðu logarnir út úr bifreiðinni  þannig að nálægt hús var í hættu. 

Eldur kviknaði í glugga, rúður sprungu og veggurinn er illa farinn en eldurinn náði hins vegar ekki að læsa sig í húsið.  Í húsinu er trésmíðaverkstæði og ljóst að ekki mátti tæpara standa, að því er fram kemur á fréttavefnum Eyjafréttir.

Þegar slökkvistarfi var að ljúka kom í ljós að inni í sendibifreiðinni var annar bíll.  Báðir bílarnir eru gjörónýtir. Eldsupptök liggja ekki fyrir en bæði slökkviliðsmönnum og lögreglumönnum á staðnum fannst margt benda til að eldurinn hafi komið upp í bílnum sem var inn í sendibifreiðinni, sem aftur gefur vísbendingu til að kveikt hafi verið í, segir í frétt á vefnum Eyjafréttir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag: Voða