Fengu áróðursbréf gegn múslimum inn um lúguna

Múslimar við bænir á Íslandi.
Múslimar við bænir á Íslandi. mbl.is/Ómar

Í vikunni barst íbúum í grennd við Sogamýri í Reykjavík bréf þar sem varað er við byggingu mosku í hverfinu. Bréfið hefur fyrirsögnina „Mótmælum mosku á Íslandi“ og efst á því sést mynd af mosku með hauskúpu í forgrunni og blóð rennur út um munn hauskúpunnar. Bréfinu er augljóslega ætlað að vekja ugg meðal íbúa í hverfinu vegna byggingarinnar en til stendur að úthluta múslimum lóð við Mörkina til að reisa bænahús.

Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, segir bréfið innihalda alhæfingar, rangfærslur og útúrsnúninga. Sverrir situr einnig í samráðshópi trúarbragða sem hefur meðal annars það markmið að berjast gegn öfgahópum.

Munu ekki ónáða nokkurn mann

Í bréfinu er m.a. fullyrt að flest hryðjuverk séu skipulögð í moskum auk þess sem mikið ónæði hljótist af starfsemi moska. Undir bréfið ritar maður sem titlar sig sem baráttumann fyrir lýðræði, jafnrétti og frelsi.

Sverrir vísar þessu alfarið á bug og segir þetta algjört rugl. Þá tekur hann einnig fram að ekkert ónæði fylgi mosku. „Hvaða erindi eigum við t.d. að fara upp í turn í bænakall í Sogamýri yfir strætóstoppistöð og hraðbraut, við sendum bara sms,“ segir Sverrir og bætir því við að um 40 til 50 manns komi til föstudagsbæna hjá Félagi múslima á Íslandi í hverri viku og venjulega sé notast við sms eða heimasíðu félagsins til að boða fundi.

Í bréfinu sem íbúarnir fengu segir m.a. orðrétt:

„MOSKA er stjórnaraðsetur hliðarsamfélags múslima í þeim (svo) innflytjendalandinu, [þar] sem þeir eru og nokkurs konar ríki í ríkinu (sumir segja að hún sé jafnvel fyrsta fótfesta innrásarliðs - rabat - á arabísku - og háskóli í sharia-lögum). Yfirmaður moskunnar heitir yfirleitt Imam og er stjórnmálamaður fyrst og fremst og aðgerðarstjóri GEGN gestgjafaþjóðfélaginu. Á föstudögum stjórnar hann hyllingum múslíma við Mekka, Múhameð sendiboða og Allah og getur einnig haldið pólitískar ræður um verkefni vikunnar. Þar fara fram dómar samkvæmt sharia-lögum, um heiðursmorð, sem ættingjar framkvæma síðan yfir stúlkum, sem gerast of vestrænar. Sharia-lög eru kennd og kynnt þarna. Flest hryðjuverk eru skipulögð í moskunum.“

Þá segir einnig í bréfinu:

„Helstu talsmenn múslima á Vesturlöndum hafa lýst því yfir: „Að við munum misnota lýðræði ykkar og frelsi gegn ykkur sjálfum og gjöreyða þjóðskipulagi ykkar innanfrá.“

Sverrir segist ekki kannast við svona yfirlýsingar frá svokölluðum helstu talsmönnum múslima á Vesturlöndum. „Hverjir eru þetta, þeir tala allavega ekki fyrir mig,“ segir Sverrir.

Sverrir og fleiri múslimar sem mbl.is ræddi við könnuðust við sendanda bréfsins og sögðu hann hafa rekið hatursáróður gegn múslimum á internetinu um nokkurra ára skeið. Í bréfinu er t.d. vísað á facebook-síðu á vegum bréfritara sem ber yfirskriftina „Mótmælum mosku á Íslandi“ en sú síða hefur nú 1.520 fylgismenn.

Sverrir segir það sérstaklega slæmt að umræddur einstaklingur sé nú farinn að senda áróðursbréf inn um bréfalúgur á heimilum fólks eins og í þessu tilviki.

Deiliskipulag í haust

Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að búið sé að samþykkja skipulagslýsingar fyrir byggingu bænahúss múslima á umræddu svæði, við Mörkina. „Næst í ferlinu er að gefa út deiliskipulag en það gerist líklega ekki fyrr en í haust, segir Páll. Þá fari í kjölfarið fram grenndarkynning á fyrirhugaðri byggingu.

Sverrir Agnarsson tekur fram að fái Félag múslima lóðinni úthlutað til byggingar mosku muni félagið að öllum líkindum halda kynningarfund um starfsemina fyrir fólk í hverfinu.

Íslenskir múslimar eru að vonum ósáttir við bréfasendingarnar. Myndin er ...
Íslenskir múslimar eru að vonum ósáttir við bréfasendingarnar. Myndin er úr safni og sýnir fulltrúa ólíkra trúarhópa á Íslandi. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Báturinn fundinn og skipstjórinn handtekinn

00:11 Báturinn sem leitað var að á norðanverðum Vestfjörðum fyrr í kvöld er fundinn og kominn til hafnar. Ekkert amaði að þeim sem voru um borð, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni, sem aðstoðaði við leitina. Meira »

Tvær tilkynningar eld nánast samtímis

Í gær, 23:48 Um hálftólfleytið bárust slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tvær tilkynningar um eld, annars vegar á Álfhólsvegi í Kópavogi og hinsvegar í Veghúsum í Grafarvogi. Meira »

Leitað að báti á Vestfjörðum

Í gær, 22:44 Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar a norðanverðum Vestfjörðum hafa verið kallaðar út til leitar að báti.  Meira »

Einn sannleikur gildir ekki fyrir alla

Í gær, 21:41 Nú gerir fólk meiri kröfur en áður um að náið samband veiti ákveðna hamingju og dýpt á tilfinningasviðinu. Því getur verið gott að fræðast sem mest um málið. Í nýútkominni bók, Það sem karlar vilja vita, geta karlar og konur fræðst um leyndarmál um samskipti kynjanna, sem bandarísku höfundarnir hafa kynnst á áratuga langri reynslu sinni sem sálfræðingar. Meira »

„Er bara svona snúningur á öllu“

Í gær, 21:06 Ökumaðurinn trylltur á vettvangi og réðist á þann sem hann ók á og sakaði hann um að vera að þvælast fyrir. Þetta er eitt þeirra verkefna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í tísti um í kvöld. „Þetta er alveg eitthvað sem við höfum séð áður en þetta er ekki daglegt brauð,“ segir lögreglufulltrúi. Meira »

Brjálaðist við vegabréfaskoðun

Í gær, 20:26 Ölvaður karlmaður var handtekinn á Keflavíkurflugvelli fyrr í kvöld en hann hafði brjálast við vegabréfaskoðun. Hann veitti mótspyrnu þegar lögregla hafði afskipti af honum og var því handtekinn og færður á varðstofu. Meira »

Náði að kæla bílinn með snjó

Í gær, 20:10 Tilkynnt var um eld í bifreið fyrir utan verslun á Akureyri fyrir skömmu og fóru bæði lögregla og slökkvilið á staðinn. Búið var að slökkva eldinn þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang en ökumaður bílsins hafði orðið var við reyk í bílnum og náði að kæla niður með snjó áður en verr fór. Meira »

Syngjandi heimilislæknir

Í gær, 19:37 Jólatónleikar Kammerkórs Reykjavíkur, „Kátt er um jólin“, verða í Laugarneskirkju á sunnudag og verður Anna Kristín Þórhallsdóttir, sópran og sérfræðingur í heimilislækningum, gestasöngvari. Meira »

Vilja fá að veiða hvali við Noreg

Í gær, 18:56 Samtök útgerðarmanna í Norður-Noregi hafa farið þess á leit við stjórnvöld að leyfðar verði takmarkaðar vísindaveiðar á stórhvelum. Meira »

„Átti mínar erfiðu stundir“

Í gær, 18:37 Guðrún Ögmundsdóttir segir að það hafi reynt mikið á sig að starfa sem tengiliður vistheimila síðastliðin átta ár en lokaskýrsla um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn var birt í dag. Meira »

Káfaði á kynfærum ungrar dóttur sinnar

Í gær, 18:34 Landsréttur mildaði í dag dóm yfir karlmanni sem héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt í 12 mánaða fangelsi fyrir að káfa á kynfærum barnungrar dóttur sinnar. Stytti Landsréttur dóminn úr 12 mánuðum í níu, en en fullnustu sex mánaða refsingar er frestað haldi maðurinn skilorð í þrjú ár. Meira »

Eyða 38 þúsund á sólarhring í borginni

Í gær, 18:34 Hver erlendur ferðamaður í Reykjavík eyðir nærri fimm sinnum hærri upphæð á hverjum sólarhring en ferðamaður á Hvammstanga. Þetta er meðal niðurstaðna sem kynntar voru í dag úr ferðavenjukönnun sem gerð var á átta stöðum á landinu síðastliðið sumar. Meira »

Ók á gangandi vegfaranda og trylltist

Í gær, 18:08 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var send í verslunarmiðstöð fyrir skömmu, þar sem bíl hafði verið ekið á gangandi vegfaranda. Ökumaðurinn var trylltur á vettvangi, sagður hafa ráðist á þann sem hann ók á og ásakað hann fyrir að hafa verið að þvælast fyrir. Meira »

Fyrstu íbúðir fyrir fólk undir tekjumörkum

Í gær, 17:33 Byggingarverktakinn Mikael ehf. afhenti Íbúðafélagi Hornafjarðar fyrstu leiguíbúðirnar sem byggðar eru samkvæmt nýjum lögum um almennar íbúðir, en þau miða að því að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum. Meira »

„Þessi hópur á verðskuldað sólskin“

Í gær, 17:28 Fram kom í máli Guðrúnar Ögmundsdóttur, tengiliðs vistheimila, og Halldórs Þormars Halldórssonar, umsjónarmanns sanngirnisbóta hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, á blaðamannfundi í dómsmálaráðuneytinu að þau hafi mætt verkefninu að auðmýkt og virðingu fyrir fólkinu sem sótti um bæturnar. Meira »

Geti sinnt störfum án ofbeldis og áreitni

Í gær, 16:56 Stjórn Samtaka íþróttafréttamanna sendi frá sér yfirlýsingu nú fyrir stundu vegna atviks sem kom upp á HM karla í fótbolta í Rússlandi í sumar, en þá kvartaði Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, undan Hirti Hjartarsyni, þáverandi íþróttafréttamanni á Stöð 2, til öryggisnefndar KSÍ. Meira »

Þingmenn komnir í jólafrí

Í gær, 16:44 „Þingið hefur skilað góðu verki í þingstörfum síðustu vikur. 44 mál hafa hlotið afgreiðslu úr nefndum og eru orðin að lögum eða ályktunum Alþingis,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, við lok síðasta þingfundar á þessu ári. Meira »

Segir Helgu hafa verið boðaða á alla fundi

Í gær, 16:44 Öllum nefndarmönnum í tilnefningarnefnd VÍS var gefinn kostur á að koma sínum athugasemdum og tillögum að við vinnslu lokaskýrslu nefndarinnar. Hins vegar eru engar heimildir fyrir því að nefndarmenn skili sératkvæði. Þetta segir Sandra Hlíf Ocares, formaður tilnefningarnefndar VÍS í tilkynningu. Meira »

Stuðningur við bækur á íslensku festur í lög

Í gær, 16:39 Frumvarp um stuðning við útgáfu bóka á íslensku var samþykkt á Alþingi í dag. Með því verður komið á fót stuðningskerfi sem heimilar endurgreiðslu 25% beins kostnaðar vegna útgáfu bóka á íslensku. Meira »
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
ALVÖRU KERRUR FYRIR ATHAFNAFÓLK
Vorum að fá sendingu m.a. af 2 tonna og 2,6 tonna kerrum, tveggja öxla, möguleik...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...