Fengu áróðursbréf gegn múslimum inn um lúguna

Múslimar við bænir á Íslandi.
Múslimar við bænir á Íslandi. mbl.is/Ómar

Í vikunni barst íbúum í grennd við Sogamýri í Reykjavík bréf þar sem varað er við byggingu mosku í hverfinu. Bréfið hefur fyrirsögnina „Mótmælum mosku á Íslandi“ og efst á því sést mynd af mosku með hauskúpu í forgrunni og blóð rennur út um munn hauskúpunnar. Bréfinu er augljóslega ætlað að vekja ugg meðal íbúa í hverfinu vegna byggingarinnar en til stendur að úthluta múslimum lóð við Mörkina til að reisa bænahús.

Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, segir bréfið innihalda alhæfingar, rangfærslur og útúrsnúninga. Sverrir situr einnig í samráðshópi trúarbragða sem hefur meðal annars það markmið að berjast gegn öfgahópum.

Munu ekki ónáða nokkurn mann

Í bréfinu er m.a. fullyrt að flest hryðjuverk séu skipulögð í moskum auk þess sem mikið ónæði hljótist af starfsemi moska. Undir bréfið ritar maður sem titlar sig sem baráttumann fyrir lýðræði, jafnrétti og frelsi.

Sverrir vísar þessu alfarið á bug og segir þetta algjört rugl. Þá tekur hann einnig fram að ekkert ónæði fylgi mosku. „Hvaða erindi eigum við t.d. að fara upp í turn í bænakall í Sogamýri yfir strætóstoppistöð og hraðbraut, við sendum bara sms,“ segir Sverrir og bætir því við að um 40 til 50 manns komi til föstudagsbæna hjá Félagi múslima á Íslandi í hverri viku og venjulega sé notast við sms eða heimasíðu félagsins til að boða fundi.

Í bréfinu sem íbúarnir fengu segir m.a. orðrétt:

„MOSKA er stjórnaraðsetur hliðarsamfélags múslima í þeim (svo) innflytjendalandinu, [þar] sem þeir eru og nokkurs konar ríki í ríkinu (sumir segja að hún sé jafnvel fyrsta fótfesta innrásarliðs - rabat - á arabísku - og háskóli í sharia-lögum). Yfirmaður moskunnar heitir yfirleitt Imam og er stjórnmálamaður fyrst og fremst og aðgerðarstjóri GEGN gestgjafaþjóðfélaginu. Á föstudögum stjórnar hann hyllingum múslíma við Mekka, Múhameð sendiboða og Allah og getur einnig haldið pólitískar ræður um verkefni vikunnar. Þar fara fram dómar samkvæmt sharia-lögum, um heiðursmorð, sem ættingjar framkvæma síðan yfir stúlkum, sem gerast of vestrænar. Sharia-lög eru kennd og kynnt þarna. Flest hryðjuverk eru skipulögð í moskunum.“

Þá segir einnig í bréfinu:

„Helstu talsmenn múslima á Vesturlöndum hafa lýst því yfir: „Að við munum misnota lýðræði ykkar og frelsi gegn ykkur sjálfum og gjöreyða þjóðskipulagi ykkar innanfrá.“

Sverrir segist ekki kannast við svona yfirlýsingar frá svokölluðum helstu talsmönnum múslima á Vesturlöndum. „Hverjir eru þetta, þeir tala allavega ekki fyrir mig,“ segir Sverrir.

Sverrir og fleiri múslimar sem mbl.is ræddi við könnuðust við sendanda bréfsins og sögðu hann hafa rekið hatursáróður gegn múslimum á internetinu um nokkurra ára skeið. Í bréfinu er t.d. vísað á facebook-síðu á vegum bréfritara sem ber yfirskriftina „Mótmælum mosku á Íslandi“ en sú síða hefur nú 1.520 fylgismenn.

Sverrir segir það sérstaklega slæmt að umræddur einstaklingur sé nú farinn að senda áróðursbréf inn um bréfalúgur á heimilum fólks eins og í þessu tilviki.

Deiliskipulag í haust

Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að búið sé að samþykkja skipulagslýsingar fyrir byggingu bænahúss múslima á umræddu svæði, við Mörkina. „Næst í ferlinu er að gefa út deiliskipulag en það gerist líklega ekki fyrr en í haust, segir Páll. Þá fari í kjölfarið fram grenndarkynning á fyrirhugaðri byggingu.

Sverrir Agnarsson tekur fram að fái Félag múslima lóðinni úthlutað til byggingar mosku muni félagið að öllum líkindum halda kynningarfund um starfsemina fyrir fólk í hverfinu.

Íslenskir múslimar eru að vonum ósáttir við bréfasendingarnar. Myndin er ...
Íslenskir múslimar eru að vonum ósáttir við bréfasendingarnar. Myndin er úr safni og sýnir fulltrúa ólíkra trúarhópa á Íslandi. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Jákvætt að tilkynningum hafi fjölgað

12:35 Áhrif heimilisofbeldis á börn eru þau sömu og ef börnin yrðu sjálf fyrir ofbeldi. Þetta sagði Halldóra Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, á ráðstefnunni „Gerum betur“ um vinnu í tengslum við heimilisofbeldismál. Meira »

Hugnast ekki heræfingar

12:18 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði forsætisráðherra út í mengun og mat á umhverfisáhrifum vegna heræfinga NATO hér á landi í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi. Meira »

„Bullandi tap“ í landsbyggðunum

11:44 Afkoma hótela og gistiheimila í landsbyggðunum fer versnandi og mörg þeirra eru rekin með tapi. Þá hefur hagnaður bílaleiga og hópbílafyrirtækja svo gott sem þurrkast út á allra síðustu árum, samkvæmt nýrri könnun KPMG á afkomu í ferðaþjónustu. Meira »

Komumst ekki úr hjólförum með krónuna

11:29 „Krónan fellur hratt þessa dagana og við vitum hvað það þýðir. Það þýðir versnandi kjör í landinu,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi. Meira »

Svona var aðkoman að Hlíðarenda

11:21 Mikið vatn var í kjallaranum á Hlíðarenda á morgun. Þjálfarar Vals voru mættir klukkan sex til þess að undirbúa morgunæfingar og mættu miklum vatnsflaumi þegar þeir fóru niður í kjallara til að sækja bolta. Þeir mynduðu aðstæður sem sjást í meðfylgjandi myndskeiði. Meira »

650 atkvæði gegn hinseginumræðu

11:20 Þrír íslenskir þingmenn voru staddir á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins í vikunni þar sem kosið var um hvort umræða um málefni og réttindastöðu hinsegin fólks, LGBTI+, mætti vera á dagskrá mannréttindanefndar þingsins. Tæplega 500 atkvæði voru greidd með tillögunni en 650 á móti og var tillagan því felld. Meira »

Heimilið á ekki að vera staður ofbeldis

11:02 „Það væri best ef við þyrftum ekki að halda svona ráðstefnur og efna til vitundarvakningar um heimilisofbeldi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á ráðstefnunni „Gerum betur“ í dag. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar eru áhrifaríkar aðferðir og helstu hindranir í vinnu með heimilisofbeldismál. Meira »

Játa íkveikju í Laugalækjarskóla

10:30 Þrír karlmenn hafa játað að hafa kveikt í Laugalækjarskóla í byrjun mánaðarins. Lögreglan handtók mennina, sem eru á þrítugsaldri, eftir ábendingu sem henni barst fyrir um viku. Meira »

Sýslumaður sekti vegna heimagistingar

10:27 Lagt er til í lagafrumvarpi á samráðsgátt stjórnvalda að sýslumaður geti lagt stjórnvaldssektir á þá sem reka leyfisskylda gististarfsemi án leyfis. Samkvæmt núgildandi löggjöf ber sýslumanni að senda slík brot áfram til viðkomandi lögreglustjóra. Meira »

„Mistök sem ég tek á mig“

10:15 Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, segir það á sinni ábyrgð að hafa ekki stigið inn þegar hluta af framúrkeyrslu, 120 milljónum króna, var eytt í framkvæmdir við braggann í Nauthólsvík án þess að heimild var fyrir því. Meira »

Ráðstefna um heimilisofbeldismál

09:55 Ráðstefnan „Gerum betur“ er haldin á Hótel Natura í dag og hefst klukkan 10.00 en umfjöllunarefnið er samvinna í heimilisofbeldismálum. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu í fréttinni. Meira »

Hluti af minjasafni Vals í hættu

09:40 „Við Valsmenn höfum mestar áhyggjur af því að þarna séu munir sem hafi skemmst, því miður,“ segir Lárus Blöndal Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals. Meira »

Telja eftirliti með skutulbyssum ábótavant

09:30 Samtökin Jarðarvinir telja að eftirliti með skutulbyssum Hvals hf. sem notaðar eru við hvalveiðar virðist vera verulega ábótavant og hafa sent lögreglunni á Vesturlandi erindi þess efnis. Meira »

Vatnstjón í Valsheimilinu

09:16 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Hlíðarenda rétt fyrir sjö í morgun vegna mikils vatnsleka. Unnið er að því að þurrka upp og bera út muni en einhver söguleg verðmæti voru geymd í kjallara Valsheimilisins. Meira »

Dregur framboð til baka

09:01 Jakob S. Jónsson hefur ákveðið að draga framboð sitt til formanns Neytendasamtakanna til baka af persónulegum ástæðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann hefur sent frá sér. Meira »

Snjallsímar breyttu stöðunni

08:38 Með langa reynslu af olíumarkaðnum í farteskinu hefur Margrét Guðmundsdóttir farið fyrir stjórn N1 síðustu árin. Nýlega samþykkti Samkeppniseftirlitið kaup þess á Festi og með því er orðinn til smásölurisi sem teygir sig yfir mörg svið, allt frá eldsneytisverslun til raftækja og matvöru. Meira »

Sea Shepherd stofna Íslandsdeild

08:33 Sérstök Íslandsdeild hefur verið stofnuð innan umhverfisverndarsamtakanna Sea Shepherd. Stofnfundurinn var haldinn á skemmtistaðnum Gauknum og var Alex Cornelissen, forstjóri samtakanna á heimsvísu, viðstaddur fundinn. Meira »

Lætur krabbameinið ekki stöðva sig

08:30 Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, Sirrý, er 44 ára. Hún segir lífið núna enda talar hún af reynslu. Hún greindist með leghálskrabbamein 2010 og aftur 2015 og þá voru henni gefin eitt til þrjú ár. Á næstu dögum nær hún í grunnbúðir Everest. Meira »

Sprengja úr Dýrafjarðarstafni

08:18 Útlit er fyrir það að öll vötn falli til Dýrafjarðar í apríl ef gangagröfturinn gengur jafn vel og til þessa. Eru um það bil 25 vikur þangað til gangamenn slá í gegn, þangað sem vinnu lauk Arnarfjarðarmegin. Meira »
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...