Fengu áróðursbréf gegn múslimum inn um lúguna

Múslimar við bænir á Íslandi.
Múslimar við bænir á Íslandi. mbl.is/Ómar

Í vikunni barst íbúum í grennd við Sogamýri í Reykjavík bréf þar sem varað er við byggingu mosku í hverfinu. Bréfið hefur fyrirsögnina „Mótmælum mosku á Íslandi“ og efst á því sést mynd af mosku með hauskúpu í forgrunni og blóð rennur út um munn hauskúpunnar. Bréfinu er augljóslega ætlað að vekja ugg meðal íbúa í hverfinu vegna byggingarinnar en til stendur að úthluta múslimum lóð við Mörkina til að reisa bænahús.

Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, segir bréfið innihalda alhæfingar, rangfærslur og útúrsnúninga. Sverrir situr einnig í samráðshópi trúarbragða sem hefur meðal annars það markmið að berjast gegn öfgahópum.

Munu ekki ónáða nokkurn mann

Í bréfinu er m.a. fullyrt að flest hryðjuverk séu skipulögð í moskum auk þess sem mikið ónæði hljótist af starfsemi moska. Undir bréfið ritar maður sem titlar sig sem baráttumann fyrir lýðræði, jafnrétti og frelsi.

Sverrir vísar þessu alfarið á bug og segir þetta algjört rugl. Þá tekur hann einnig fram að ekkert ónæði fylgi mosku. „Hvaða erindi eigum við t.d. að fara upp í turn í bænakall í Sogamýri yfir strætóstoppistöð og hraðbraut, við sendum bara sms,“ segir Sverrir og bætir því við að um 40 til 50 manns komi til föstudagsbæna hjá Félagi múslima á Íslandi í hverri viku og venjulega sé notast við sms eða heimasíðu félagsins til að boða fundi.

Í bréfinu sem íbúarnir fengu segir m.a. orðrétt:

„MOSKA er stjórnaraðsetur hliðarsamfélags múslima í þeim (svo) innflytjendalandinu, [þar] sem þeir eru og nokkurs konar ríki í ríkinu (sumir segja að hún sé jafnvel fyrsta fótfesta innrásarliðs - rabat - á arabísku - og háskóli í sharia-lögum). Yfirmaður moskunnar heitir yfirleitt Imam og er stjórnmálamaður fyrst og fremst og aðgerðarstjóri GEGN gestgjafaþjóðfélaginu. Á föstudögum stjórnar hann hyllingum múslíma við Mekka, Múhameð sendiboða og Allah og getur einnig haldið pólitískar ræður um verkefni vikunnar. Þar fara fram dómar samkvæmt sharia-lögum, um heiðursmorð, sem ættingjar framkvæma síðan yfir stúlkum, sem gerast of vestrænar. Sharia-lög eru kennd og kynnt þarna. Flest hryðjuverk eru skipulögð í moskunum.“

Þá segir einnig í bréfinu:

„Helstu talsmenn múslima á Vesturlöndum hafa lýst því yfir: „Að við munum misnota lýðræði ykkar og frelsi gegn ykkur sjálfum og gjöreyða þjóðskipulagi ykkar innanfrá.“

Sverrir segist ekki kannast við svona yfirlýsingar frá svokölluðum helstu talsmönnum múslima á Vesturlöndum. „Hverjir eru þetta, þeir tala allavega ekki fyrir mig,“ segir Sverrir.

Sverrir og fleiri múslimar sem mbl.is ræddi við könnuðust við sendanda bréfsins og sögðu hann hafa rekið hatursáróður gegn múslimum á internetinu um nokkurra ára skeið. Í bréfinu er t.d. vísað á facebook-síðu á vegum bréfritara sem ber yfirskriftina „Mótmælum mosku á Íslandi“ en sú síða hefur nú 1.520 fylgismenn.

Sverrir segir það sérstaklega slæmt að umræddur einstaklingur sé nú farinn að senda áróðursbréf inn um bréfalúgur á heimilum fólks eins og í þessu tilviki.

Deiliskipulag í haust

Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að búið sé að samþykkja skipulagslýsingar fyrir byggingu bænahúss múslima á umræddu svæði, við Mörkina. „Næst í ferlinu er að gefa út deiliskipulag en það gerist líklega ekki fyrr en í haust, segir Páll. Þá fari í kjölfarið fram grenndarkynning á fyrirhugaðri byggingu.

Sverrir Agnarsson tekur fram að fái Félag múslima lóðinni úthlutað til byggingar mosku muni félagið að öllum líkindum halda kynningarfund um starfsemina fyrir fólk í hverfinu.

Íslenskir múslimar eru að vonum ósáttir við bréfasendingarnar. Myndin er ...
Íslenskir múslimar eru að vonum ósáttir við bréfasendingarnar. Myndin er úr safni og sýnir fulltrúa ólíkra trúarhópa á Íslandi. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Búllan skýtur rótum í Noregi

21:00 Hamborgarabúllan við Torggötu er steinsnar frá Dómkirkjunni í Ósló. Innan um plaköt af poppgoðum má þar finna ýmislegt sem minnir á Ísland. „Grundvallaratriði er að gera borgarana eins og Tommi hefur kennt okkur. Við höfum sett sálina aftur í reksturinn,“ segir veitingamaðurinn Christopher Todd. Meira »

Gylfi ekki ákærður fyrir hatursorðræðu

20:08 Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur fellt niður mál á hendur tónlistarmanninum Gylfa Ægissyni. Samtökin 78 kærðu Gylfa og nokkra aðra fyrir hatursorðræðu árið 2015. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV sem segir fram koma í bréfi lögreglustjóra að málið þyki ekki líklegt til sakfellingar. Meira »

Uppselt varð á Tvíhöfða á 65 mínútum

18:21 Á 65 mínútum varð uppselt á sýningu Tvíhöfða sem fer fram í kvöld í Ísafjarðarbíói, segir Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, í samtali við mbl.is. „Það verður bara ein sýning, því miður, því síminn stoppar ekki,“ segir hann. Meira »

Þekkingarleysi á skyldum lögreglu

17:45 Staðir þar sem fíklar geta nálgast hreinar sprautunálar og aðra þjónustu eru ekki undir sérstöku eftirliti lögreglu, en eru þó „enginn griðastaður“ hvað eftirlit laga og reglna varðar. Nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými, sem er til umsagnar hjá Alþingi fékk harða umsögn lögreglu. Meira »

Blaðamenn búa víða við ótta

17:27 Ísland er í fjórtánda sæti á lista yfir fjölmiðlafrelsi í ríkjum heim, samkvæmt nýjum matskvarða Blaðamanna án landamæra, The World Press Freedom Index. Ísland fer niður um eitt sæti á milli ára. Meira »

Í gæsluvarðhald með falskt vegabréf

17:00 Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manni sem var handtekinn á þriðjudag er hann notaði falsað skilríki í banka. Kom þá í ljós að maðurinn var eftirlýstur og með endurkomubann og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. apríl. Meira »

Aftur lokað að Dettifossi

16:36 Aftur er búið að loka fyrir umferð að Dettifossi og nú vegna asahláku á svæðinu. Greint var frá því í morgun að búið væri að opna fyrir umferð um Detti­foss­veg frá Þjóðvegi 1 og norður að foss­in­um, en lokað hafði verið frá því á mánudag. Meira »

Óánægja með viðtöl Bandaríkjamanna

14:05 Flugfarþegi lýsti í dag óánægju sinni með framgöngu manna í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Mennirnir tveir spurðu fólk spurninga um það hvert það hygðist ferðast. Meira »

Líf og fjör í páskaeggjaleit K100

12:49 Fjölmargir, ungir sem aldnir, litu við í Hádegismóum í dag þar sem fram fór páskaeggjaleit útvarpsstöðvarinnar K100. Líf og fjör var í leitinni og gestirnir nutu útivistarinnar til hins ýtrasta. Boðið var upp á veitingar fyrir alla. Meira »

Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn

12:19 Lítill bátur með utanborðsmótora sem ber nafnið Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn í gær. Unnið er að því að ná honum upp úr höfninni. Meira »

Göngunum lokað vegna mengunar

11:50 Loka þurfti fyrir umferð um Hvalfjarðargöng fyrr í morgun sökum þess að mengun í göngunum fór upp fyrir leyfileg mörk. Búið er að opna göngin aftur, en samkvæmt starfsmanni Vegagerðarinnar sem mbl.is ræddi við má búast við því að þetta gerist af og til um helgina. Meira »

Búið að opna að Dettifossi

10:50 Búið er að opna fyrir umferð um Dettifossveg frá Þjóðvegi 1 og norður að fossinum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Aðstæður á gönguleiðum við fossinn eru þó sagðar „vægast sagt fjölbreyttar“. Meira »

Tímaferðalag Ævars á svið

10:00 Ævar Þór Benediktsson hefur samið við Þjoðleikhúsið um að ný gerð af Þínu eigin leikriti verði frumsýnd á næsta leikári í leikstjórn Stefáns Halls Stefánssonar. Nýja leikritið verður byggt á bók Ævars Þitt eigið ævintýri – Tímaferðalag. Meira »

Skíðafærið á skírdag

09:24 Þrátt fyrir að skíðasnjó sé því miður ekki lengur að finna á suðvesturhorni landsins og búið sé að loka Bláfjöllum og Skálafelli endanlega þennan veturinn, er enn eitthvað af skíðasnjó í brekkunum fyrir norðan, austan og vestan. mbl.is tók saman stöðuna. Meira »

Sprett úr skíðaspori á Ísafirði í aðdraganda páskanna

09:07 Gleðin skein úr hverju andliti á Ísafirði í gær þegar sprettskíðaganga Craftsport hófst, en gangan markaði upphaf hinnar árlegu skíðaviku á Ísafirði. Meira »

250 þúsund króna munur vegna aldurs

08:18 Um 250 þúsund króna munur getur verið á ábyrgðartryggingu ökutækis á milli tryggingarfélaga, miðað við tilboð sem ungur ökumaður fékk í ökutækjatryggingu frá tveimur tryggingarfélögum. Meira »

Ekki gerðar tímakröfur á flugmenn

08:13 Þegar Icelandair ræður flugmenn til starfa er ekki gerð grunnkrafa um tiltekinn fjölda flugtíma, heldur hafa þær kröfur með tímanum vikið fyrir öðruvísi kröfum. Meira »

Færri fara á fjöll um páska en áður

07:57 Páskarnir eru tími sem fólk nýtir gjarnan í ferðalög um landið. En hvert liggur straumur Íslendinga í páskafríinu?  Meira »

Eldur kviknaði á hjúkrunarheimili

07:51 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var sent af stað um kl. 7 í morgun vegna tilkynningar um eld í matsal á hjúkrunarheimili í Boðaþingi í Kópavogi. Eldurinn reyndist minniháttar. Meira »
Línuskautar
Til sölu velmeðfarnir línuskautar. Tegund: HYPNO - PATHMAKER - THUNDER Stærð: ...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Kirby ryksugur til sölu
til sölu Kirby ryksugur, tvær gerðir ónotaðar og enn í upphaflegum umbúðum, sáp...