Váin á vegunum

Umferðarslys eru eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag. Á Íslandi slasast hátt í 200 manns alvarlega í umferðinni á hverju ári, fjöldi fólks í blóma lífsins deyr og enn fleiri sitja eftir í sárum. Koma mætti í veg fyrir meirihluta þessara slysa með aukinni meðvitund og bættu öryggi.

Nú fer í hönd háannatími í umferðinni. Aldrei eru fleiri á ferð um þjóðvegi landsins en á sumrin en því miður enda ekki allar ferðir vel því flest umferðarslys eiga sér stað á þessum tíma árs, þar á meðal flest banaslys. Á næstu dögum verður fjallað um umferðarslys og afleiðingar þeirra á Mbl.is og rætt við fólk sem þekkir hörmungar umferðarslysa af eigin raun.

Mbl.is hefur ásamt Umferðarstofu unnið gagnvirkt kort yfir öll banaslys í umferðinni á Íslandi undanfarin 5 ár. Kortið má nálgast hér. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert