Hjólar á Íslandi og safnar fyrir gervifæti

Piotr Mitko frá Katowice í Póllandi ætlar að hjóla 2,5 …
Piotr Mitko frá Katowice í Póllandi ætlar að hjóla 2,5 þúsund kílómetra á Íslandi til að safna pening fyrir gervifæti.

Piotr Mitko frá Katowice í Póllandi ætlar að hjóla 2500 kílómetra á Íslandi til að safna fyrir gervifæti. Hann byrjar ferð sína sunnudaginn 8. júlí þegar hann kemur til landsins.

Piotr er 28 ára gamall og hefur áður hjólað á Íslandi árið 2010, þá fjögur þúsund kílómetra. Hann stefnir á að safna einni og hálfri milljón til að safna peningum sem notaðir verða til að kaupa gervifót fyrir Jaroslaw Kosinski, 28 ára gamlan mann sem missti fótinn vegna krabbameins í beini. Jaroslaw er einnig frá Póllandi og það voru samtökin Beyond Horizons sem lögðu til að Jaroslaw fengi fótinn en þau hjálpa fólki eftir aflimun, segir í tilkynningu.

Á ferðalaginu um Ísland mun hann hjóla um 100 km á hverjum deg. Þá ætlar hann að hjóla annaðhvort yfir Kjöl eða Sprengisand. Piotr ætlar að blogga um ferðalagið sitt á vef sínum.mbl.is