Nauðgun kærð til lögreglu

mbl.is/Hjörtur

Lögreglan á Hvolsvelli segir að ein nauðgun hafi verið kærð til lögreglu á Bestu útihátíðinni sem er haldin á Gaddstaðaflötum við Hellu nú um helgina.

Kærandinn var fluttur á Neyðarmóttöku fórnarlamba fyrir kynferðisbrot í Reykjavík en meintur gerandi var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglunnar. Málið er í rannsókn.

Vinnuslys og líkamsárás

Þá varð vinnuslys hjá starfsmanni Paintball á svæðinu í nótt. Að sögn lögreglu var maðurinn að setja þrýstiloft á leiktæki er sprenging varð og fékk maðurinn alvarleg brunasár. Hann var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík.

Þá var ein líkamsárás tilkynnt og var árásarmaðurinn handtekinn.

Um 4.000 manns voru á svæðinu í nótt. Lögreglan segir að nóttin hafi að mestu gengið vel en nokkur ölvun hafi verið á svæðinu og þá hafi um 25 fíkniefnamál komið upp sl. sólarhring. Alls gisti nú tveir fangageymslur á Selfossi.

Lögreglan verður áfram með öflugt eftirlit á svæðinu ásamt öflugri svæðisgæslu, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert