Skilur ekki afstöðu Guðna

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands,
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, mbl.is/Eggert Jóhannesson

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, segir það ekki á ábyrgð kirkjunnar hvað starfsmenn hennar láti út úr sér.

Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, leitaði til biskups Íslands vegna skrifa Davíðs Þórs Jónssonar, guðfræðings og fræðslufulltrúa Austurlandsprófastsdæmis, vegna skrifa hans á blogg sitt. Tali Guðni að sér og forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, væri vegið í skrifum Davíðs Þórs.

„Ef Guðni er ósáttur þá getur hann að sjálfsögðu farið með málið fyrir dómstóla eða rætt við höfundinn sjálfan. Kirkjan getur ekki borið ábyrgð á öllu sem starfsmenn hennar segja eða skrifa á einkabloggi sínu. Það gera þeir á eigin ábyrgð. Menn verða hins vegar að muna eftir því að þeir starfa fyrir kirkjuna og um þá gilda siðareglur sem eiga við bæði vígða og óvígða starfsmenn hennar.“

„Það er hans réttur,“ segir Davíð Þór um þau ummæli Guðna að hann íhugi nú hvort hann eigi að höfða mál vegna bloggpistilsins.

„Ef hann telur að það sé eitthvað í skrifum mínum sem fellur undir meiðyrðalöggjöf, þá getur hann gert það,“ segir Davíð Þór. „Í eina skiptið sem hann víkur efnislega að málinu er þegar hann segir að ég væni hann um að hafa starfað í nasistahreyfingunni Norrænu mannkyni. Það er ekki rétt. Ég vísa einungis á grein þar sem tveir fyrrverandi formenn þessara samtaka halda því fram.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert