Flúði níu ára dóm

Lögreglan í Brasilíu handtók tvo karlmenn vegna smygls á e-töflum. …
Lögreglan í Brasilíu handtók tvo karlmenn vegna smygls á e-töflum. Sverrir Þór Gunnarsson er annar þeirra handteknu. mbl.is

Sverrir Þór Gunnarsson er með níu ára óafplánaðan fangelsisdóm á bakinu á Spáni fyrir fíkniefnasmygl. Hann lagði á flótta eftir að dómurinn féll og síðan hefur hann verið eftirlýstur af spænskum yfirvöldum. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag og vísar til brasilíska fréttavefsins Globo.

Þar segir jafnframt að alþjóðalögreglan Interpol hafi verið látin vita þegar Sverrir var handtekinn í Rio de Janeiro fyrir viku og nú sé það undir Hæstarétti Brasilíu komið hvort hann verði framseldur til Spánar til að afplána refsinguna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert