Lentu í 4.-5. sæti á Imagine Cup

Skjáskot úr leiknum Robert's Quest.
Skjáskot úr leiknum Robert's Quest.

Tölvuleikurinn Robert's Quest, sem hannaður var af hópi tölvunarfræðinema við HR og Margmiðlunarskólann, náði frábærum árangri á Imagine Cup 2012, hönnunarkeppni fyrir nema á vegum Microsoft-tölvurisans. Komst hann í fimm liða lokaúrslit, en upphaflega sendu yfir 500 lið leiki sína til þátttöku.

Lokaúrslitin fóru fram í Sydney í Ástralíu, en þema keppninnar var heimur þar sem tækni leysir erfiðustu vandamál heimsins. Var keppt í mörgum flokkum, en þeir þrír helstu voru hugbúnaðarhönnun, leikjahönnun fyrir Windows eða XBox og leikjahönnun fyrir síma. Keppti hópurinn, sem titlar sig Radiant Games, í flokki tölvuleikja fyrir Windows/XBox. 

Radiant Games skipa þeir Axel Örn Sigurðsson, Haukur Steinn Logason og Sveinn Fannar Kristjánsson, sem allir eru í tölvunarfræði í HR, ásamt Guðmundi Val Viðarssyni frá Margmiðlunarskólanum. Daníel Brandur Sigurgeirsson, aðjúnkt við HR, var leiðbeinandi þeirra í verkefninu.

Krefjandi en jafnframt gefandi

Haukur Steinn Logason segir að hópurinn sé ánægður með árangurinn, þegar komið sé svona langt í keppninni séu öll verkefnin orðin ótrúlega vel gerð. Það væri því ekki hægt að vera svekktur þó að leikurinn hafi ekki lent í einu af þremur efstu sætunum. Hann segir að veran úti í Ástralíu hafi einkennst af krefjandi prógrammi í kringum keppnina, en það hafi jafnframt verið gríðarlega gefandi reynsla að fá að hitta og kynnast öðrum keppendum og fá að kynna leikinn fyrir dómurunum og fá gagnrýni frá þeim, en þar væru á ferðinni stór nöfn í tölvuleikjaheiminum.

Haukur Steinn lýsir aðdraganda þess að hópurinn ákvað að taka þátt í keppninni svo: „Við kynntumst allir upp í HR í þriggja vikna verklegum kúrs og stóðum okkur með prýði þar. Svo eftir síðustu haustönn langaði okkur til þess að vinna aftur saman og fréttum af þessari keppni og því hvað hún væri mikið tækifæri. Við höfum allir haft mikinn áhuga á menntun fólks og við erum allir miklir tölvuleikjaspilarar þannig að þetta var mjög skemmtileg áskorun fyrir okkur.“

Leikurinn Robert's Quest snýst um íkornann Róbert og gerist í ekki of fjarlægri framtíð þar sem borgin Westview Falls er algjörlega háð óendurnýtanlegum orkugjöfum svo að stefnir í óefni. Spilendur stýra Róberti sem fyrir tilviljun lendir í því hlutverki að breyta orkugjöfum borgarinnar til umhverfisvænni kosta. Í leiðinni fá spilendur upplýsingar um endurnýjanlegu orkugjafana og læra því af spilun leiksins um þá. 

Haukur Steinn segir leikinn, sem er af gerð „platform“-leikja á borð við leikina um Maríó-bræður, hafa verið innblásinn af þeim tölvuleikjum sem þeir hafi sjálfir spilað í æsku. Hann segir að hópurinn sé fyrst núna að fara yfir framtíðarplön sín, en stefnt sé að því að gefa leikinn út fyrir almenning, en ekki sé búið að ákveða á hvaða stýrikerfi hann verður spilanlegur eða hvort hann verði aðgengilegur á netinu.

Facebook-síða Radiant Games

Kynningarmyndband fyrir leikinn

Heimasíða Imagine Cup

Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík mbl.is/Ernir Eyjólfsson
mbl.is

Innlent »

Bretar aðstoði við að stöðva mengun

22:44 Seyðisfjarðarkaupstaður ætlar að biðja Breta um aðstoð við að stöðva enn frekari mengun af völdum skipsins El Grillo sem var sökkt fyrir 75 árum. Meira »

Þarf að rannsaka betur fjölsótta staði

21:47 „Það þarf að rannsaka betur vinsæla ferðamannastaði eins klettabeltin ofan við Reynisfjöru, með tilliti til hættu á skriðuföllum“ segir Jón Kristinn Helgason, sérfræðingur á sviði skriðufalla og hættumats hjá Veðurstofu Íslands. Skriða féll úr Reynisfjalli í nótt. Meira »

16 sektir á sjö árum

21:23 Fjölmiðlanefnd hefur lagt á sextán stjórnvaldssektir frá því að hún var stofnuð árið 2011. Þær sektir eru allar frá árunum 2013 til 2018 og námu þær samtals 10,1 milljón króna. Þar af námu sektir 365 miðla um 45% sektarfjár tímabilsins eða 4,5 milljónum króna. Meira »

Lærði mikið af hruninu

20:30 Ásgeir Jónsson, sem tók við embætti seðlabankastjóra í dag, segist ekki hafa gert sér grein fyrir því fyrir bankahrunið á hve veikum grunni bankarnir stóðu. Meira »

Þegar Íslendingar girntust Grænland

20:21 Einar Ben, Kristófer Kólumbus, Vidkun Quisling, þýskur bakari, rófubyssur, húsbruni og lagabókin Grágás. Allt kemur þetta við sögu er rifjuð er upp sú tíð þegar með Íslendingum bærðust glæstir draumar um nýtt landnám og eygðir voru möguleikar um að gera „litla og aflvana þjóð að voldugu heimsveldi“. Meira »

Leynist tyggjódólgur í Kjarnaskógi?

20:19 Einar Sigtryggsson, menntaskólakennari á Akureyri, hefur á síðustu fjórum vikum nánast fyllt 20 lítra fötu af tyggjóklessum sem hann tínir upp af göngustígnum í Kjarnaskógi á Akureyri. Meira »

Þúsundir sterataflna fundust í Norrænu

19:24 Þúsundir sterataflna, sem vandlega hafði verið komið fyrir í bifreið, fundust við komu Norrænu til Seyðisfjarðar fyrir skemmstu og var það í fjórða skipti á árinu sem slíkt magn stera var haldlagt á Seyðisfirði. Tveir voru handteknir. Meira »

„Ekkert mál“ að hjóla yfir hálendið

19:20 „Þetta hefur gengið mjög vel. Ekkert hefur bilað hjá mér sem ég átti alveg von á. Ég hef bara þurft að smyrja keðjuna tvisvar sinnum,“ segir Óskar Guðmundsson hjólagarpur með meiru sem er kominn til Reykjavíkur eftir að hafa hjólað yfir hálendið frá Fáskrúðsfirði rúmlega 600 kílómetra. Meira »

Úrvinnslunni „hraðað eins og kostur er“

19:07 „Þessi tvö erindi eru í meðferð og úrvinnslu þeirra verður hraðað eins og kostur er,“ segir Þórmundur Jónatansson upplýsingafulltrúi samgönguráðuneytisins. Land­eig­endur í Ing­ólfs­firði hafa farið fram á frest­un réttaráhrifa. Meira »

Borgaraleg handtaka í Grafarvogi

19:00 Framtakssamur vegfarandi stöðvaði för manns í annarlegu ástandi í Grafarvogi síðdegis í dag, eftir að sá hafði keyrt utan í bifreiðar við Spöngina, og framkvæmdi borgaralega handtöku. Meira »

Íslendingar á Spáni fargi kjötbúðingi

18:55 Listeríumengaður kjötbúðingur frá vörumerkinu „La Mechá“ er talinn hafa valdið veikindum yfir 100 manns á Spáni, aðallega í Andalúsíu en vitað er um tilfelli víðar frá því í maí síðastliðnum. Meira »

Mjakast í viðræðum flugfreyja Icelandair

18:12 Flugfreyjufélag Íslands fundaði með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara vegna Icelandair í dag. „Það er ágætis gangur í viðræðum en ekki þannig að það sé farið að sjá fyrir endann á þessu.“ Meira »

Stórt sár í Reynisfjalli

18:11 Sárið sem myndaðist við skriðuna í Reynisfjalli í nótt er gríðarstórt og ljóst að bergið er afar laust í sér. Brimið hefur rifið hluta af lokunum, sem settar voru upp í fjörunni í morgun, á haf út en þær hafa þó að mestu verið virtar af ferðamönnum á svæðinu að sögn lögreglu. Meira »

Íslamskir öfgamenn enn mesta hættan

18:05 Forsætisráðherra Noregs segir, að þrátt fyrir reynslu landsins af hryðjuverkaárásum hægriöfgamanna, sé helsta ógnin enn hættan á hryðjuverkaárásum íslamskra bókstafstrúarmanna. Hún ræddi málið við mbl.is. Meira »

„Þetta er orðinn allt of langur tími“

17:02 Formaður Blaðamannafélags Íslands segir ekki hafa staðið á félaginu í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins, en samningar blaðamanna hafa verið lausir frá 1. janúar. Möguleika á eingreiðslu til félagsmanna hefur verið velt upp. Meira »

Hvarf Oks til vitnis um alvarlegt ástand

16:36 Angela Merkel yfirgaf blaðamannafundinn í Viðey fyrst manna. Eftir sátu norrænir ráðherrar og fóru í viðtöl. Kanslarinn þýski sagði þó ýmislegt meðan á fundinum stóð og svaraði spurningum fjögurra blaðamanna. Ekki verður sagt að í máli Merkel hafi komið fram afgerandi fullyrðingar um nokkuð efni. Meira »

Brauðtertur, útikarókí og knús

16:17 Brauðtertusamkeppni, lúðrasveitauppgjör, fjölskyldujóga, rauðvínsjóga, spunamaraþon, vöfflukaffi, knús og útikaraoke. Þetta er aðeins brotabrot af yfir hundrað viðburðum sem gestum Menningarnætur gefst kostur á að sækja á laugardag, þegar Menningarnótt verður fagnar í borginni í 24. sinn. Meira »

Nágranni bjargaði íbúðinni

15:59 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út um tvöleytið í dag eftir að tilkynnt var um reyk úr íbúð í innbænum. Hafði húsráðandi verið að stunda eldamennsku og brugðið sér frá. Ekki kviknaði eldur í pottinum sem var á heitri hellu, en myndaðist mikill reykur, segir varðstjóri slökkviliðsins á Akureyri. Meira »

Var ekki með heimild flugumferðastjóra

15:43 Áreksturshætta varð skammt frá Langavatni þann 29. mars 2018 þegar flugmaður vélarinnar TF-IFB hóf flug í átt til lendingar á Reykjavíkurflugvelli áður en hann fékk heimild til þess, að því er segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Er atvikið flokkað sem „alvarlegt flugatvik.“ Meira »
Til sölu Lundia hillur
Um 33 lengdarmetrar, 5 einingar, af þessum frábæru bókahillum til sölu. Lökkuð g...
Gæjalegur retro leðursófi frá Casa til sölu
Til sölu hvítur, ítalskur 3ja sæta hönnunarsófi. Keyptur í versluninni Casa og k...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...