Yfir 5.000 manns hafa skrifað undir

Verðlaunatillagan.
Verðlaunatillagan. ASK arkitektar / teikning

Um hádegisbilið í dag höfðu rúmlega 5.000 manns skrifað undir mótmæli gegn því að hótel rísi við Austurvöll á reitnum sem kenndur er við skemmtistaðinn Nasa.

Undirskriftasöfnunin hófst í gær, og er hún á vegum BIN-hópsins, en skammstöfunin BIN stendur fyrir Björgum Ingólfstorgi og Nasa. Á heimasíðunni ekkihotel.is, þar sem söfnunin fer fram, segir m.a. að sex hæða risahótel muni varpa skugga á Austurvöll, Fógetagarðinn og Ingólfstorg og að nýbyggingar á Ingólfstorgi muni minnka stærsta torg borgarbúa um helming og „spilla einstakri heildarmynd sem gömlu timburhúsin mynda á þrjá vegu við torgið“.

Heimasíða undirskriftasöfnunarinnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert