„Ekki trúleg skýring“ Valitors

Sveinn Andri Sveinsson.
Sveinn Andri Sveinsson.

„Niðurstaðan var í samræmi við mínar væntingar. Þeir báru því við að þeir hefðu ekki vitað af því að greiðslugáttin væri ætluð til söfnunar fyrir WikiLeaks. Það var ekki trúleg skýring,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður DataCell.

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Valitor verði að opna greiðslugátt DataCell innan fjórtán daga. Um er að ræða gátt sem notuð var til að safna fjárframlögum fyrir WikiLeaks. DataCell höfðaði málið á hendur Valitor þar sem fyrirtækið lokaði greiðslugáttinni nokkrum klukkustundum eftir að hún var opnuð og rifti samningi sem gerður var við fyrirtækið.

„Kortafyrirtækið þarf alltaf að kanna hvort þeir skilmálar sem settir eru séu réttir. Valitor sóttist beinlínis eftir því að veita þessa þjónustu. Svo verður allt vitlaust þegar Data Cell hefur þessa söfnun fyrir Wikileaks. Valitor bar það fyrir sig að þeir hefðu ekki vitað fyrir hvern þetta væri og lokað á gáttina þegar þeir áttuðu sig á því. Þeir hafi þar af leiðandi sett í sig í hlutverk einhvers konar eftirlitsaðila sem segir fyrir hvern má safna og hvern ekki. Þau rök halda ekki vatni,“ segir Sveinn.  

Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor, hefur gefið það út að fyrirtækið muni áfrýja dómi héraðsdóms. Verði svo mun það fresta réttaráhrifum dómsins. Valitor var gert að opna gáttina innan 14 daga en öðrum kosti greiða dagsektir upp á 800 þúsund krónur á dag.

Sjá einnig.

Wikileaks hrósar sigri

Valitor mun áfrýja

Hlaut að vera ljós tilgangurinn

Stór dagur fyrir málfrelsið

Valitor þarf að opna greiðslugátina

Blekking í umsókn eða í góðri trú

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert