Stór dagur fyrir málfrelsið í heiminum

Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að gera Valitor að opna greiðslugátt DataCell sem notuð var til að safna fjárframlögum fyrir WikiLeaks er stór dagur fyrir málfrelsið í heiminum. Þetta segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Datacell.

Ólafur Vignir Sigurvinsson, forstjóri DataCell, fagnar niðurstöðunni og segist vera ánægður með að réttlætið skuli hafa náð fram.

Sveinn Andri segir að ákveði Valitor að áfrýja dómnum muni það þó fresta réttaráhrifum en héraðsdómur gaf Valitor 14 daga til að opna gáttina, annars leggjast á dagsektir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert