Valitor mun áfrýja dómnum

Viðar Þorkelsson
Viðar Þorkelsson

Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor, segir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli DataCell gegn fyrirtækinu koma mjög á óvart. Þegar hefur verið tekin sú ákvörðun að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Óvíst er þó hvort greiðslugátt DataCell verður opnuð að nýju, verið er að meta áhrif dómsins.

Eins og greint var frá á mbl.is í dag komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að Valitor hafi hlotið að vera ljós tilgangur DataCell með notkun greiðslugáttar sem sótt var um, þ.e. að safna fjárframlögum fyrir WikiLeaks, og var ekki fallist á að rifta hafi mátt samningnum vegna brostinna eða rangra forsenda. 

Dómurinn gaf Valitor 14 daga frest til að opna greiðslugáttina, að viðlögðum dagsektum að fjárhæð 800.000 krónur fyrir hvern dag eftir þann tíma

„Niðurstaðan kemur mjög á óvart og hún vekur upp spurningar um rétt þjónustuveitenda í viðskiptum,“ segir Viðar sem bætir við að ákvörðun hafi verið tekin um áfrýjun til Hæstaréttar.

Spurður um áhrifin af dómnum segir Viðar: „Við erum að skoða þessi mál að öðru leyti, og meta þetta út frá þessum dómsniðurstöðum.“

Sjá einnig:

Stór dagur fyrir málfrelsið í heiminum

Valitor þarf að opna greiðslugáttina

Blekking í umsókn eða góð trú

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert