Wikileaks hrósar sigri

Wikileaks fagnar niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur. Julian Assange stofnandi Wikileaks.
Wikileaks fagnar niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur. Julian Assange stofnandi Wikileaks. AFP

Wikileaks hrósar sigri, í máli DataCell gegn Valitor, í tilkynningu sem hópurinn sendi frá sér í dag.

Dómurinn féll DataCell í vil en félagið hýsir vefsíður Wikileaks. Yfirlýsing Wikileaks hefur verið send fjölmiðlum um allan heim.

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Valitor yrði að opna greiðslugátt DataCell innan fjórtán daga. Um er að ræða gátt sem notuð var til að safna fjárframlögum fyrir WikiLeaks.

DataCell höfðaði málið á hendur Valitor þar sem fyrirtækið lokaði greiðslugáttinni nokkrum klukkustundum eftir að hún var opnuð og rifti samningi sem gerður var við fyrirtækið.

Valitor hyggst áfrýja málinu til Hæstaréttar.

Wikileaks ætlar ekki að láta staðar numið heldur verði svipuðum málum fylgt eftir í öðrum löndum.

Nánar:

Stór dagur fyrir málfrelsið í heiminum

Valitor þarf að opna greiðslugáttina

Blekking í umsókn eða góð trú

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert