Verðmætaaukningin 10 milljarðar

mbl.is

Sjávarútvegsráðuneytið gerir ráð fyrir að verðmætaaukningin á komandi fiskveiðiári verði tíu milljarðar króna. Alls verður heimilt að veiða 195.400 tonn af þorski á fiskveiðiárinu sem hefst hinn 1. september næstkomandi. Aflamark þorsks á yfirstandandi fiskveiðiári er 177 þúsund tonn.

Í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu kemur fram að ástand helstu nytjastofna sé gott og betra en hjá mörgum öðrum þjóðum. Ákvörðunin byggist á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar sem hún kynnti í síðasta mánuði. Þar var gert ráð fyrir 196 þúsund tonna þorskkvóta en samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu er í fyrsta skipti tekið tillit til veiða útlendinga á þorski, löngu og keilu. Vegna þess er aflamark þorsks 600 tonnum lægra, löngu 500 tonnum og keilu 300 tonnum lægra en annars hefði verið.

„Aflaregla sú er sett var fyrir nokkrum árum er að skila miklum árangri í uppbyggingu stofnsins. Sá árangur er að skila þjóðinni auknum verðmætum sem tali neru í milljörðum. Þess má geta að ákvörðun aflamarks í þorski nú, tæp 200 þús. tonn er tæpum 70 þús. tonnum  meira en þegar minnst var 2007/2009,“ segir í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu.

Gott ástand á sumargotsíldinni

Í fjögur ár í röð hefur sýking herjað á stofn íslensku sumargotssíldarinnar. Nú eru, samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu, sterkar vísbendingar um að sýkingin sé í rénum og horfur með stærð veiðistofnsins eru bjartari en undanfarin ár og því er hægt að auka aflamarkið. Verður það 64 þúsund tonn sem er þremur tonnum minna en Hafró lagði til. Á yfirstandandi fiskveiðiári er aflamarkið 45 þúsund tonn.

„Í heild vegur aukning aflamarks í þeim tegundum sem eru í sókn mun þyngra en samdráttur í tegundum sem lakar standa. Erfitt er að áætla nákvæmlega verðmætaaukningu sem af þessu hlýst, auk þess sem óvissa er enn um veiðar á mikilvægum tegundum eins og loðnu. Engu að síður er það mat ráðuneytisins að gera megi ráð fyrir nálægt 10 milljarða verðmætisaukningu á grundvelli ákvörðunarinnar nú,“ segir ennfremur í tilkynningu ráðuneytisins.

Ástand ýsustofnsins slæmt

Aflamark ýsu, djúpkarfa, steinbíts, þykkvalúru og skötusels minnkar á milli ára. Ástand ýsustofnsins er slæmt vegna nýliðunarbrests undanfarinna ára. Aflamark í ýsu var 105 þúsund tonn 2006/07 en er nú 36 þúsund tonn. Hafró lagði til að ýsukvótinn yrði 32 þúsund tonn. Á yfirstandandi fiskveiðiári er kvótinn 45 þúsund tonn.

Ákveðið hefur verið að hefja nú undirbúning að endurskoðun og framlengingu aflareglu fyrir þorskveiðar og sömuleiðis er undirbúningur að mótun aflareglna fyrir ýsu, karfa og ufsa langt kominn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Heillaður af löngu látnum greifa

Í gær, 22:45 Nafnið Rumford greifi er ef til vill ekki á hvers manns vitorði hér í fásinninu. Það er eigi að síður svo að sitthvað sem þessi bresk/bandaríski vísindamaður fann upp fyrir meira en tveimur öldum kemur reglulega við sögu í okkar lífi öllum þessum árum síðar. Meira »

Gáleysi skipstjóra olli strandi Skrúðs

Í gær, 22:10 Gáleysi skipstjóra olli strandi Viðeyjarferjunnar Skrúðs í september í fyrra. Þetta kemur fram í áliti rannsóknarnefndar samgönguslysa. Þar segir einnig að skipstjórinn hafi ekki verið lögskráður á bátinn. Meira »

Mat verði lagt á reynsluna af EES

Í gær, 21:41 Fram kemur í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um utanríkismál að tímabært sé að gera úttekt á reynslu Íslands af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) nú þegar aldarfjórðungur sé síðan hann var undirritaður. Meira »

Elsa leiðir Framsókn á Akranesi

Í gær, 21:29 Elsa Lára Arnardóttir skrifstofustjóri leiðir lista Framsóknar og frjálsra í bæjarstjórnarkosningunum á Akranesi í vor. Ragnar Baldvin Sæmundsson verslunarmaður er í 2. sæti og Liv Åse Skarstad húsmóðir í 3. sæti. Meira »

Endurkoma Don Cano

Í gær, 20:51 Það muna margir eftir tískumerkinu Don Cano sem kom fyrst á markað árið 1981 en vinsældir Don Cano-krumpu- og glansgallanna voru gríðarlegar á sínum tíma og má í raun segja að þessir eftirminnilegu gallar hafi gersamlega átt íslenskan markað. Nú er framleiðsla á merkinu hafin að nýju. Meira »

Skór sem koma fólki í spariskap

Í gær, 20:50 Hönnunarsafn Íslands blæs til heljarinnar skóveislu á morgun, sunnudag. Í tilefni af tíu ára afmæli Kron by Kronkron verða til sýnis 800 skópör úr smiðju þeirra Hugrúnar Daggar Árnadóttur og Magna Þorsteinssonar. Meira »

Andlát: Guðjón A. Kristjánsson

Í gær, 20:40 Guðjón Arnar Kristjánsson, fyrrverandi alþingismaður Frjálslynda flokksins, er látinn eftir baráttu við krabbamein, á 74. aldursári. Meira »

Handverksbjór og hamborgarar

Í gær, 20:49 „Við byrjum á matnum og stefnum á að opna veitingastaðinn fyrir páska. Það er alla vega draumurinn. Svo opnum við brugghúsið í beinu framhaldi svona mánuði síðar,“ segir Sveinn Sigurðsson, einn eigenda Smiðjunnar brugghúss, sem verður opnuð í Vík í Mýrdal á næstunni. Meira »

Heppinn lottóspilari vann 26 milljónir

Í gær, 19:55 Einn heppinn lottóspilari var með allar fimm tölurnar réttar þegar dregið var í lottóinu í kvöld. Hann fær í sinn hlut rúmar 26 milljónir króna. Meira »

Réttarhöld í vændismálum verði opin

Í gær, 19:44 Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að opnun réttarhalda í vændis- og mansalsmálum myndi hjálpa til í baráttunni gegn vændisstarfsemi. Meira »

Gagnrýna óhefðbundnar lækningar

Í gær, 19:42 Um fimmtíu sálfræðingar hafa skrifað undir yfirlýsingu sem var nýlega send Sálfræðingafélagi Íslands þar sem þeir lýsa yfir áhyggjum sínum af notkun óhefðbundinna læknismeðferða við geðsjúkdómum. Meira »

Cantona hitti forseta Íslands

Í gær, 18:37 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hitti franska knattspyrnumanninn fyrrverandi Eric Cantona á Bessastöðum í gær og ræddi við hann um íþróttir á Íslandi á eftirtektarverðan árangur Íslendinga á alþjóðavettvangi, ekki síst í knattspyrnu. Meira »

Öryggi sjúkraflutninga áfram tryggt

Í gær, 18:02 Öryggi sjúkraflutninga verður áfram tryggt á meðan unnið er að því að skipuleggja fyrirkomulag þjónustunnar til framtíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu. Meira »

Slasaður skíðamaður á Heljardalsheiði

Í gær, 17:46 Björgunarsveitin á Dalvík var kölluð út um kl. 16 í dag vegna slasaðs skíðamanns á Heljardalsheiði. Björgunarsveitarfólk ásamt sjúkraflutningamönnum fóru á vettvang á vélsleða. Meira »

Lilja oddvitaefni B-lista

Í gær, 16:49 Lilja Einarsdóttir er oddvitaefni B-lista framsóknarmanna og annarra framfararsinna í Rangárþingi eystra fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Listinn var samþykktur á íbúaþingi í félagsheimilinu Hvoli í dag. Meira »

Vélhjólaslys í Þykkvabæjarfjöru

Í gær, 17:55 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru boðaðar út um fimmleytið í dag vegna vélhjólaslyss í Þykkvabæjarfjöru.  Meira »

Þrír fluttir með þyrlu á slysadeild

Í gær, 17:10 Þrír voru fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna slyss sem varð við Strýtur sunnan við Hveravelli þegar jeppi fór fram af hengju. Meira »

Þyrla kölluð til vegna fjórhjólaslyss

Í gær, 16:20 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum í dag vegna fjórhjólaslyss á Suðurnesjum. Lögreglan á Suðurnesjum var fyrst á vettvang og óskaði eftir aðstoð þyrlunnar. Slysið varð á vegi sem liggur frá Suðurstrandavegi að Djúpavatni. Meira »
Síðumúli - Gott skrifstofuherbergi
Gott skrifstofuherbergi til leigu í Síðumúla. Stærð um 20 m2. Sameiginlegur elhú...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Ukulele
...
 
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...
Félagsstarf eldri borgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagsstarf eldir borgara
Staður og stund
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni k...