Fréttaskýring: Ýsustofninn gæti náð sögulegu lágmarki

mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um aflamark fiskveiðiársins 2012/2013 var kynnt síðastliðinn föstudag. Eins og fram hefur komið nemur heildaraflamarkið 458,2 þúsund tonnum sem er aukning um 7,7% á milli ára. Almennt þykir ástand helstu nytjastofna vera nokkuð gott og þá sérstaklega ástand þorskstofnsins. Aðra sögu er hins vegar að segja af ýsunni. Ýsukvótinn hefur dregist saman um rúm 65% frá fiskveiðiárinu 2006/2007 en þá var hann 105 þúsund tonn. En hvað veldur, hvers vegna hefur aflamarkið á ýsu verið minnkað jafn mikið og raun ber vitni?

Nýliðabrestur er vandamál

Svarið liggur í lélegum árgöngum síðustu ára. Nýliðunarbrestur í ýsustofninum hefur leitt til þess að aflamarkið hefur verið minnkað um 20% og er nú 36 þúsund tonn. Öll stofnmatslíkön Hafrannsóknastofnunar sýna að ýsustofninn fer minnkandi. Í skýrslu stofnunarinnar um aflahorfur á næsta fiskveiðiári kemur fram að stofnstærð 3 ára og eldri ýsu í upphafi árs 2012 er metin 121 þúsund tonn.

Meðalveiðidánartala 4 til 7 ára ýsu árið 2011 er metin um 0,45 sem stofnunin segir verulega yfir því marki sem stefnt hafi verið að. Veiðidánartala á árinu 2012 er áætluð um 0,40 að því gefnu að afli verði 44 þúsund tonn. Veiðidánartala er hugtak sem fiskifræðingar nota yfir dauða af mannavöldum, m.ö.o. veiðin.

Til að setja hlutina í samhengi þá var veiðimetið á ýsu sett, sem fyrr segir, fiskveiðiárið 200/2007 þegar um 105 þúsund tonn veiddust. Minnstur var aflinn 13 þúsund tonn árið 1943 og er meðalafli íslenskra skipa um 40 þúsund tonn á ári síðastliðna hálfa öld.

Hafrannsóknastofnun metur árgangana 2008-2011 mjög slaka. Að meðaltali innihalda þeir um 20 milljónir svokallaðra nýliða, eða tveggja ára fiska. Hafró segir þann afla svara til um 16 þúsund tonna heildarafla að hámarki úr hverjum þessara árganga miðað við að afrakstur nýliða verði um 800 grömm líkt og verið hafi úr árgöngum af svipaðri stærð á undanförnum áratugum.

Gert er ráð fyrir að árgangur 2003 verði 16% aflans árið 2012 í þyngd og 10% árið 2013 þegar hann verður orðinn 10 ára gamall. Hafró gerir þó ráð fyrir að árgangurinn frá 2007 muni vega mest í aflanum næstu ár, 43% í þyngd 2012 en 46% árið 2013 samkvæmt tölum stofnunarinnar.

Samkvæmt rannsóknum Hafrannsóknastofnunar mun ýsustofninn minnka áfram á komandi árum þegar slöku árgangarnir frá 2008 til 2011 koma inn í hrygningarstofninn. Svo gæti farið að ýsustofninn yrði nálægt sögulega lágmarkinu árin 2014 til 2015. En til að koma í veg fyrir það lagði stofnunin til að hámarksaflamark ýsu fyrir næsta fiskveiðiár yrði 32 þúsund tonn. Sérfræðingar sem Morgunblaðið ræddi við sögðu enga einfalda skýringu á lélegri endurnýtingu ýsustofnsins en hún væri að öllum líkindum náttúruleg. Athuganir síðustu ára sýni nokkrar sveiflur í stofninum.

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar var meðal þess sem ráðherra leit til við ákvörðun á aflamarkinu auk þess sem hann leitaði til hagsmunaaðila. Niðurstaða ráðherra var sem fyrr segir að aflamarkið verður 36 þúsund tonn eða um 20% minna en í fyrra sem er um 4.000 tonnum minna en meðalafli á ýsu á ársgrundvelli síðastliðna hálfa öld.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Aðgerðir standa enn yfir á Fimmvörðuhálsi

23:05 Björgunaraðgerðir vegna manns sem situr fastur á syllu í Goðahrauni á Fimmvörðuhálsi standa enn yfir, en aðgerðirnar eru tæknilega erfiðar að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Meira »

„Þetta skal aldrei verða“

22:42 „Ég vil sem minnst gefa upp, en þetta skal aldrei verða,“ segir Hrafn Jökulsson umhverfissinni um fyrirhugaða Hvalárvirkjun. Framkvæmdir vegna virkjunarinnar hófust í dag á Ófeigsfjarðarvegi og segir Hrafn von á aðgerðum í vikunni. Meira »

Taka þurfti blóðsýni með valdi

22:30 Ökumaður var handtekinn í Kópavogi á fimmta tímanum í dag vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs. Hann var mjög ölvaður og reyndist einnig vera sviptur ökuréttindum ævilangt. Meira »

Þokuský eins og jökulbreiða

21:45 Berja mátti augum nokkuð sérkennilegt skýjafar yfir austanverðum Skaga við Skagafjörð í dag og tók Einar Gíslason á Sauðárkróki myndir af því þar sem hann var staddur á Höfðaströnd hinum megin við fjörðinn. Meira »

Togarinn „hættulegur staður“

20:55 „Ætli þeir hafi ekki bara verið að for­vitn­ast eins og krakka er oft siður. Ef þú ert á svæði sem er óstöðugt og get­ur valdið skaða þá ertu alltaf í hættu,“ segir hafnarstjóri í Reykjaneshöfn um fjóra táninga sem voru um borð þegar togarinn Orlik byrjaði að sökkva í Njarðvíkurhöfn í nótt. Meira »

Aðgerðinni ítrekað frestað

20:20 Reynir Guðmundsson, sem liggur á hjarta- og lungnadeild Landspítalans, hefur sent opið bréf til stjórnmálamanna, þar á meðal heilbrigðisráðherra. Þar óskar hann eftir því að farið verði yfir stöðuna sem er uppi á gjörgæsludeild. Meira »

Ölvaður starfsmaður fékk bretti í höfuð

20:00 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um vinnuslys í Árbænum á öðrum tímanum í dag. Þar hafði vörubretti fallið á höfuð starfsmanns og blæddi mikið úr höfðinu. Meira »

Situr fastur á Fimmvörðuhálsi

19:45 Fimm hópar björgunarsveitarfólks eru nú á leið upp á Fimmvörðuháls til að aðstoða göngumann í sjálfheldu í Goðahrauni. Félagi mannsins tilkynnti um atvikið klukkan 18, en maðurinn hafði verið að klifra þegar hann rann niður á syllu og festi fótinn á milli steina. Meira »

Ekið á 16 ára dreng

19:38 Ekið var á sextán ára gamlan dreng sem var að hjóla yfir gangbraut í Garðabæ á tólfta tímanum í morgun. Drengnum varð ekki meint af en hjól hans skemmdist við áreksturinn. Meira »

ESB vill banna gúmmíkurl

19:25 Evrópusambandið er með til skoðunar að banna gúmmí á gerivgrasvöllum til íþróttaiðkunar frá og með árinu 2022. Heilu tonnin af örplasti af fótboltavöllum hverfa á ári hverju og enda í sjónum og jarðvegi. Meira »

Siðanefnd skilar áliti um Klaustursmál

18:25 Siðanefnd Alþingis hefur lokið áliti sínu um Klausturmálið og sent forsætisnefnd. Fá þeir sex þingmenn sem málið varðar frest út vikuna til að bregðast við álitinu og mun forsætisnefnd líklega ljúka málinu í næstu viku. Meira »

Eldur í bifreið í Reykjanesbæ

18:02 Eldur kom upp í mælaborði bifreiðar á Þjóðbraut í Reykjanesbæ skömmu fyrir klukkan 17 í dag og var slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kallað á staðinn. Meira »

Icelandair deili bótum með farþegum

17:50 Neytendasamtökin fara fram á að farþegar Icelandair, sem neyðst hafa til að fljúga með staðgengdarflugvélum félagsins, fái hlutdeild í væntanlegum bótum sem Boeing greiðir félaginu vegna kyrrsetningar á 737 MAX-vélunum. Meira »

„Nú þarf ekki lengur Stasi“

17:40 Brynjar Níelsson segir orðið hatursorðræða vera vinsælt á meðal þeirra sem „vilja losna við gagnrýni og andstæðar skoðanir“. Þetta segir Brynjar á Facebook-síðu sinni í dag, en þar kemur meðal annars fram að ekki þurfi lengur Stasi til að upplýsa um hatursglæpi, „netið og Bárur þessa lands sjá um það“. Meira »

Leiðinni breytt til að auka stemningu

17:15 Þeir sem hyggja á að hlaupa heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ágúst mega búast við því að stemningin í hlaupinu verði meiri en undanfarin ár. Meira »

„Eitt stærsta vandamálið innan flokksins“

16:47 „Hinn svokallaði flati strúktúr verður að byggjast á einhvers konar strúktúr,“ segir Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata. Hann segir strúktúrleysið eitt helsta vandamálið innan flokksins. Meira »

Brynjar Elefsen tekinn við sölusviði BL

16:45 Brynjar Elefsen Óskarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sölusviðs BL ehf. við Sævarhöfða og tók hann við af Skúla Kristófer Skúlasyni sem lét af störfum í júní. Meira »

„Er mönnum alvara?“

15:19 Blaðamaður DV og höfundur langrar umfjöllunar um Gunnar Rúnar Sigurþórsson segir firringu fólgna í því að telja að þær upplýsingar sem fram hafi komið í umfjöllun hans eigi ekki erindi við almenning. Meira »

Hvaltönn fyrir lengra komna „lovera“

15:12 Skartgripasalar hafa lýst yfir áhuga á að smíða skartgripi úr tönnum og beinum grindhvalanna sem strönduðu í Löngufjörum á Snæfellsnesi. Meira »
Fjallatjaldvagn til sölu
Upphækkaður með alvöru fjöðrun. Upplitaður og snjáður, en í góðu lagi, Fortjal...
BÍLALYFTUR
EAE og Jema bílalyftur í úrvali,gæðalyftur á góðu verði. Eigum nokkrar gerðir á ...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra. (Kerruvagn) Vel með farinn. Tilboð óskast...Sím...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...