Hannes Hólmsteinn styður Snorra

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson mbl.is/RAX

„Brottrekstur Snorra er hneyksli,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands um Snorra Óskarsson, kenndan við Betel, á vefsvæði sínu. Hannes rekur málavöxtu og segist ekki sammála skoðunum Snorra en hann eigi rétt á sínum skoðunum.

Hannes birtir ummælin sem urðu grundvöllur brottreksturs Snorra, en hann skrifaði eftirfarandi á vefsvæði sitt: „Kjarninn í sjónarmiði evangelískra er sá að samkynhneigðin telst vera synd. Syndin erfir ekki Guðs ríkið og því óæskileg. Laun syndarinnar er dauði og því grafalvarleg.“

Þá segir Hannes, að á stuðning við málfrelsi reyni ekki þegar aðrir segist sammála. „Á hann reynir, þegar aðrir láta í ljós skoðanir, sem við getum ekki tekið undir og teljum jafnvel alrangar. [...] Ég er ekki sammála Snorra í Betel, satt að segja algerlega ósammála honum, en hann átti rétt á þessari skoðun. Hann lýsir afstöðu tiltekinna trúarsafnaða til tiltekins hóps án þess að hvetja á neinn hátt til þess, að þeim hópi sé gert mein.“

Að endingu spyr Hannes hvers vegna allir málfrelsispostular, sem jafnan eru hinir háværustu, þegja um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert