Vilja ógilda forsetakosningar

Guðmundur Magnússon formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Guðmundur Magnússon formaður Öryrkjabandalags Íslands. Ómar Óskarsson

„Þetta er áframhaldandi mannréttindabarátta hjá Öryrkjabandalaginu. Auðvitað hefðum við viljað sleppa við að fara þessa leið, við vildum gjarnan að allir væru jafnir á Íslandi í dag, en þannig er það ekki. Því miður,“ segir Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, sem er einn þriggja sem hafa kært kjör forseta Íslands til Hæstaréttar.

Hin tvö eru Ásdís Jenna Ástráðsdóttir og Rúnar Björn Herrera Þorkelsson. Þau kæra þá ákvörðun kjörstjórna að hafa ekki fengið heimild til að njóta hjálpar aðstoðarmanns eða trúnaðarmanns að eigin vali. Þess í stað var þeim gert að merkja kjörseðil með aðstoð eins af kjörstjórnarmönnum í viðeigandi kjördeild. Þeim kjósendum sem ekki féllust á það og kröfðust þess að fá að njóta aðstoðar trúnaðarmanns að eigin vali var meinað að taka þátt í kosningunum.

Kærendur telja að þetta sé andstætt þeim meginreglum sem gildi um frjálsar, óþvingaðar og leynilegar kosningar. Í kærunni er ennfremur bent á að samkvæmt stjórnarskrá sé ákvæði þess efnis að forseti Íslands eigi að vera kjörinn beinum og leynilegum kosningum.

Segja brotið á ýmsum þáttum

Að auki er talið að framkvæmd kosninganna sé brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, en þar er kveðið á um að allir skuli jafnir fyrir lögum og að þeir skuli njóta mannréttinda án nokkurrar mismununar. Einnig segir þar að brotið hafi verið á friðhelgi einkalífs, skoðana-, sannfæringar- og tjáningarfrelsi og grunnreglu stjórnarskrárinnar um sjálfræði. 

„Þetta er eðlilegt framhald af öryrkjadómnum um aldamótin, sem skipti sköpum fyrir okkur,“ segir Guðmundur. „Þannig að það má segja að þetta sé enn einn leiðarsteinn í okkar vegferð. Við viljum líka leggja áherslu á að það er ekki hægt að lofa endalaust og svíkja það síðan. Það er mikilvægt að segja stopp þegar nóg er komið og þannig er það nú.“

Að sögn Guðmundar stóð til að breyta fyrirkomulagi þeirra sem þurfa aðstoð á kjörstað fyrir kosningarnar til stjórnlagaþingsins. Það hafi ekki gengið eftir, en ráðherra hafi þá sett reglugerð um að allir þeir sem ekki geta kosið eigin hendi geti valið sér aðstoðarmann inn í kjörklefann.

„Við erum að gera kröfu um að það séu raunverulegar leynilegar kosningar, en ekki að valdhafarnir skipi okkur einhverja aðstoðarmenn. Við viljum fá að velja okkur eigin trúnaðarmenn.“

En hvers vegna var ekki hægt að setja áþekka reglugerð fyrir forsetakosningarnar fyrst það var hægt fyrir kosningarnar til stjórnlagaþings? „Stórt er spurt. En við höfum ekki fengið nein svör,“ segir Guðmundur.

Snertir marga og brýtur gegn samþykkt SÞ

Hann segir að málið snerti miklu fleiri en þau þrjú sem standa að kærunni, en erfitt sé að fullyrða um hversu margir það séu. „Það eru ekki bara blindir eða hreyfihamlaðir sem málið snýst um. Það snertir líka þá sem er þroskahamlaðir eða geðfatlaðir á einhvern hátt. Svo eru sumir fatlaðir sem treysta sér illa að vera einir með ókunnugum.“

„Þetta er flókið og víðtækt og mikilvægt að tekið á þessu og ég bendi á að íslensk stjórnvöld hafa undirritað samþykkt Sameinuðu þjóðanna sem kveða á um réttindi fatlaðs fólks. Þar segir meðal annars að fatlaðir skuli eiga sama rétt og aðrir varðandi kosningar og að þeir sem þurfi á því að halda skuli fá að velja sér sína eigin trúnaðarmenn.“

„Nú er þetta bara í höndum Hæstaréttar. Við sjáum til hvað gerist, en auðvitað hefðum við viljað sleppa við að fara þessa leið. Við vildum gjarnan að allir væru jafnir á Íslandi, en þannig er það ekki í dag,“ segir Guðmundur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Síðasti „hvellurinn“ í langri hrinu

17:58 Spár gera ráð fyrir enn einu leiðindaveðrinu síðdegis á morgun og annað kvöld. Veðurfræðingur segir þó huggun harmi gegn að allt líti út fyrir að hvellurinn á morgun sé sá síðasti í bili. Meira »

Svala fékk snert af heilablóðfalli

17:45 Svala Björgvinsdóttir fékk snert af heilablóðfalli síðastliðinn þriðjudag og var flutt á sjúkrahús í Los Angeles.  Meira »

Telur siðareglur hafa verið brotnar

17:37 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur sent forsætisnefnd Alþingis erindi þar sem hann óskar formlega eftir því að nefndin taki til umfjöllunar hvort siðareglur alþingismanna hafi verið brotnar. Meira »

Skilur ekkert í „ísköldu mati“ Bjarna

17:28 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekkert skilja í nýjasta „ískalda hagsmunamati“ Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í tengslum við sölu ríkisins á hlut í Arion banka. Meira »

Uppsagnir hjá sýslumanni Vestlendinga

17:22 Talsverðar breytingar eru framundan í hagræðingarskyni á skrifstofum sýslumannsins á Vesturlandi. Starfsmönnum verður fækkað um þrjá og starfshlutfall þriggja annarra verður lækkað, en tilkynnt var um þessar breytingar í síðustu viku. Meira »

Sameining skilar lægri rekstrarkostnaði

17:12 Eftir að þrjár ríkisstofnanir voru sameinaðar í eina stofnun, Samgöngustofu, hefur rekstrarkostnaðurinn lækkað. Árið 2013 voru Siglingastofnun Íslands, Umferðarstofa og Flugmálastjórn Íslands sameinaðar undir einn hatt, Samgöngustofnun. Meira »

Missti af 10 milljóna króna vinningi

16:33 Hæstiréttur sýknaði í dag Happdrætti Háskóla Íslands af skaðabótakröfu karlmanns. Maðurinn hafði samið um það við happdrættið að happdrættismiði yrði endurnýjaður mánaðarlega með skuldfærslu á kreditkort hans. Meira »

Fimm áskrifendur á leið til Cincinnati

16:42 Fimm áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins duttu í lukkupott­inn í morg­un þegar dregið var í happ­drætti Morg­un­blaðsins. Vinn­ings­haf­arn­ir hljóta hver fyr­ir sig gjafa­bréf fyr­ir tvo til Cincinnati í Banda­ríkj­un­um með WOW air. Meira »

Saur makað á útidyrahurðina

16:26 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að kona skuli sæta nálgunarbanni gagnvart barnsföður sínum í sex mánuði. Ekki var fallist á að konan skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart tveimur sonum þeirra eins og Héraðsdómur Reykjaness hafði úrskurðað. Meira »

„Þetta er bara annað módel“

16:18 „Þetta er bara annað módel,“ segir Ragnar Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is spurður út í áform félagsins um að stofna leigufélag á sama tíma og það er þátttakandi í slíku félagi innan Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og hvort það sé ekki ávísin á óhagræði. Meira »

Pawel gefur kost á sér í borginni

15:57 Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hefur tilkynnt á Facebook-síðu sinni að hann ætli að gefa kost á sér til framboðs í borgarstjórnarkosningunum í vor. Meira »

Landsréttur metur Arnfríði hæfa

15:38 Landsréttur úrskurðaði rétt í þessu að kröfu þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir víki sæti dómara í máli umbjóðanda Vilhjálms H. Vilhjálmssonar er hafnað. Meira »

Háskólanemi leigir þjónustuíbúð

14:57 Sverrir Heiðar Davíðsson, 21 árs gamall háskólanemi í hugbúnaðarverkfræði, fékk leiguíbúð í Lönguhlíð þrjú, þjónustuíbúðum fyrir aldraða. Velferðarráð Reykjavíkurborgar tekur þátt í tilraunaverkefni og býður háskólanemum að leigja tvær þjónustuíbúðir í þjónustukjörnum fyrir aldraða. Meira »

Skoðar úrbætur sem varða kynferðislegt ofbeldi

14:38 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur skipað stýrihóp um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Meginhlutverk hópsins er að beita sér fyrir framsæknum og samhæfðum aðgerðum stjórnvalda gegn kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri og kynbundinni áreitni og að Ísland sé í fremstu röð í baráttunni gegn hvers kyns kynbundnu ofbeldi. Meira »

Ógjörningur að stöðva einn mann

13:45 „Það er nánast ógjörningur að stöðva einn mann sem ákveður að bregðast trausti og misnota upplýsingar,“ segir framkvæmdastjóri markaðssviðs Öryggismiðstöðvarinnar. „Við erum mjög sorgmædd yfir að þetta hafi gerst og í okkar huga er þetta bara mannlegur harmleikur.“ Meira »

Sýkna það eina í stöðunni

14:46 Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segist ekki sjá neitt annað í stöðunni en að Hæstiréttur sýkni fimmmenningana sem sakfelldir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fyrir 38 árum, fallist hann á skilyrði endurupptöku málanna. Meira »

Mæling í þvagi verði ekki lengur notuð

14:14 Vinna við frumvarp til nýrra umferðarlaga stendur yfir í ráðuneyti samgöngumála en í því verður lögð til sú grundvallarbreyting frá gildandi lögum að mæling á mögulegri ávana- og fíkniefnaneyslu ökumanns, sem grundvöllur að ályktun um að hann teljist undir áhrifum slíkra efna og því óhæfur til að aka ökutæki, fari aðeins fram á blóði ökumanns. Meira »

Fylla upp í holur í Mosfellsbæ

13:34 Starfsmenn á vegum Vegagerðarinnar hófust í morgun handa við viðgerðir á holum sem hafa valdið mörgum bílstjórum vandræðum síðasta sólarhringinn í Mos­fells­bæ á Vest­ur­lands­vegi. Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Egat Diva - Snyrti-Nuddbekkur,Rafmagns fyrir Snyrti,Fótaaðgerða,spa....
Egat Diva - Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, Vatnshelt áklæði, svartir og beige ...
Síðumúli - Gott skrifstofuherbergi
Gott skrifstofuherbergi til leigu í Síðumúla. Stærð um 20 m2. Sameiginlegur elhú...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...