Svavar ekki enn kominn með pláss

Svavar Halldórsson.
Svavar Halldórsson. Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Svavar Halldórsson, maður Þóru Arnórsdóttur forsetaframbjóðanda, er í fæðingarorlofi og hefur ekki ákveðið hvað taki við að því loknu.

Fram hefur komið að hann væri að reyna að fá pláss á sjó og sagði Þóra m.a. frá því í fjölmiðlum eftir kosningarnar. „Ég hef enn ekki fengið tilboð um að gera það og er bara að njóta þess að vera í fæðingarorlofi í faðmi fjölskyldunnar,“ segir Svavar

Aðspurður hvernig tilfinning það sé að vera laus við kosningabaráttu segir Svavar hana vera fína. „Það er ofsalega fínt að hafa gengið í gegnum þetta og ekki þurfa að skammast sín fyrir neitt,“ segir Svavar.

Hann segist hafa notað tímann eftir kosningabaráttuna til að taka til hendinni í garðinum og leika við börnin. „Auðvitað var þetta álag á fjölskylduna en við vorum með marga í kringum okkur sem hlupu undir bagga,“ segir Svavar.

Hann segir ekki loku fyrir það skotið að hann fari í fréttamennsku að nýju. „Ég hef ekki hugmynd um það hvað ég mun gera að fæðingarorlofinu loknu,“ segir Svavar.


       

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert