220 milljarðar í vexti á þrem árum

mbl.is/Arnaldur

Fjárlagahalli Íslands á síðasta ári nam 5,5% af landsframleiðslu sem er meiri halli en í flestum ríkjum á evrusvæðinu. Þetta er ennfremur töluvert meiri halli en svartsýnustu hagspár gerðu ráð fyrir árið 2009. Ljóst er að á þessari stundu uppfyllir Ísland ekki eitt af skilyrðum Maastrict-sáttmálans sem kveður á um að halli á fjárlögum megi ekki vera meiri en sem nemur 3% af landsframleiðslu við aðild að ESB.

Sökum þráláts fjárlagahalla á árunum 2009 til 2011, sem hefur ítrekað verið meiri en áætlanir hafa gert ráð fyrir, nemur uppsafnaður vaxtakostnaður ríkissjóðs um 220 milljörðum kr. á tímabilinu. Skv. ríkisreikningi fyrir 2011 var hallinn á rekstri ríkisins 89 milljarðar. Það er 43 milljörðum meira en var áætlað eftir samþykkt fjáraukalaga en 52 milljörðum meiri halli en áætlaður var þegar fjárlög ársins 2011 voru fyrst lögð fram.

Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra fullyrðir að þetta muni ekki hafa nein áhrif á markmið stjórnvalda um hallalaus fjárlög árið 2014 og bendir á að útgjöld ríkisins drógust saman um 8% að raunvirði á síðasta ári. „Þetta eru jákvæðu skrefin sem við erum að stíga.“

Illugi Gunnarsson, sem situr í fjárlaganefnd fyrir Sjálfstæðisflokkinn, segir að það grafi undan trúverðugleika ríkisfjármálastefnunnar þegar hallinn á rekstri ríkissjóðs fer jafn mikið fram úr fjárlögum og raun ber vitni – tvö ár í röð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »