Fréttaskýring: Tilgangslausar makrílviðræður?

Mögulegur samningur við Evrópusambandið og Noreg um makrílveiðar myndi væntanlega falla úr gildi hvað Ísland varðar ef landið gengi í sambandið sem og aðrir tvíhliða samningar sem Ísland hefur gert við önnur ríki um skiptingu á deilistofnum. Þetta kemur til að mynda fram í samningsramma Evrópusambandsins (e. negotiating framework) vegna viðræðnanna um inngöngu Íslands í sambandið en í honum eru „skilgreindar þær grundvallarreglur og viðmið sem samningaviðræðurnar munu lúta,“ eins og fram kemur á vefsíðu utanríkisráðuneytisins um viðræðurnar.

Sama ætti við um fríverslunarsamninga sem Ísland á aðild að við ríki utan Evrópusambandsins, þá annað hvort alfarið á eigin forsendum eða í gegnum aðild landsins að Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA), sem og yfirstandandi viðræður Íslands um fríverslun sem ekki hefur verið lokið við. Þess má geta að EFTA hefur í dag 24 fríverslunarsamninga við 33 ríki utan Evrópusambandsins. Ef talin eru með ríki sambandsins og EFTA, auk ríkja sem Ísland hefur samið við beint, er landið í dag aðili að fríverslunarsamningum við samtals 51 ríki í heiminum.

Segja yrði samningum Íslands upp

„Réttindi og skuldbindingar sem af þessu leiðir og Ísland verður að virða til fulls sem aðildarríki fela það í sér að segja verður upp öllum tvíhliða samningum sem eru í gildi milli Íslands og Evrópusambandsins og öllum öðrum alþjóðasamningum sem Ísland hefur gert og samrýmast ekki skuldbindingum aðildar,“ segir í samningsramma Evrópusambandsins vegna umsóknar Íslands um inngöngu í sambandið, í þýðingu utanríkisráðuneytisins.

Haft var eftir Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, á fréttavefnum Vísir.is 13. júlí síðastliðinn að raunhæft væri að ljúka gerð fríverslunarsamnings við Kína fyrir lok næsta árs. Aðspurður hvort umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið breytti einhverju um fríverslunarviðræðurnar við Kínverja svaraði hann því neitandi. Kína væri fyrst og fremst framtíðarmarkaður sem slegist yrði um og fríverslun við Kínverja veitti Íslandi forskot í þeim efnum. Ummæli ráðherrans koma hins vegar ekki heim og saman við afstöðu Evrópusambandsins.

„Evrópusambandið hefur með viðskiptatengsl að gera [fyrir ríki sambandsins], þar með talið gerð fríverslunarsamninga, við önnur ríki. Almennt séð, sem aðildarríki Evrópusambandsins, yrði Ísland að segja upp öllum fríverslunarsamningum sínum og fríverslunarsamningar Íslands innihalda ákvæði um uppsögn,“ sagði Ulrike Pisiotis hjá skrifstofu stækkunarmála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í svari við fyrirspurn frá mbl.is. Enn væri þó eftir að ræða um viðskiptasamninga í viðræðum Íslands um inngöngu í sambandið.

Valdið til Evrópusambandsins

Ef Ísland gengi í Evrópusambandið yrði þannig að hætta viðræðum um fríverslun við Kína eða segja upp fríverslunarsamningi við Kínverja ef slíkur samningur lægi fyrir á þeim tímapunkti. Þá yrði Ísland að segja sig frá öllum þeim fríverslunarsamningum sem landið ætti þá aðild að og við tækju viðskiptasamningar sem sambandið hefur gert við önnur ríki. Þess má geta að Evrópusambandið hefur ekki fríverslunarsamning við Kína né ýmis önnur ríki sem Ísland hefur í dag slíka samninga við.

Ástæða þessa er sú, eins og komið er inn á í svari Pisiotis, að innganga í Evrópusambandið felur meðal annars í sér að ríki framselja vald sitt til þess að gera viðskiptasamninga við önnur ríki til stofnana sambandsins enda sambandið í grunninn tollabandalag með eina sameiginlega viðskiptastefnu. Eftirleiðis er það vald einkum í höndum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og sama á við um samningaviðræður um skiptingu deilistofna eins og til að mynda hefur komið skýrt fram í makríldeilunni þar sem Íslendingar hafa átt í samskiptum við framkvæmdastjórnina en ekki til að mynda bresk eða írsk stjórnvöld.

Ef Ísland gengi í Evrópusambandið myndu þannig hugsanlegir samningar Íslendinga um makrílveiðar við sambandið falla úr gildi við inngönguna og valdið til þess að semja um skiptingu deilistofna við landið færast til stofnana þess. Eftirleiðis væri það í höndum Evrópusambandsins að ákveða hvort og þá hversu mikla hlutdeild Íslendingar fengju í makrílstofninum rétt eins og raunin hefði verið ef Ísland hefði verið í sambandinu áður en til makríldeilunnar kom.

Skrifstofur EFTA í Brussel.
Skrifstofur EFTA í Brussel. mbl.is
Fáni Evrópusambandsins.
Fáni Evrópusambandsins. mbl.is/Hjörtur
mbl.is

Innlent »

Sagt upp vegna klámmyndbands

17:59 Klámmyndband, sem tekið var upp í heimavistarhúsi Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað, rataði inn á vinsæla erlenda klámsíðu í stuttan tíma í lok júní. Starfsmenn sumarhótels sem rekið er á staðnum tóku myndbandið upp og var þeim sagt upp í kjölfarið. Meira »

Segir þolinmæði á þrotum

17:25 „Ég er ósammála því að það liggi ekki sérstaklega á þessu. Staðan í Vestmannaeyjum er þannig að hingað er komið nýtt skip, tilbúið til siglinga, og það sem stendur út af er að skipið getur ekki lagst að bryggjumannvirkjum í Vestmannaeyjum,“ segir Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja. Meira »

Þróa nýtt öryggistæki fyrir báta

17:05 Hefring nefnist nýtt fyrirtæki sem hyggst miðla upplýsingum í rauntíma til skipstjóra um þá þyngdarkrafta sem skip þeirra eru undirorpin á hafi úti. Meira »

Sjólaskipasystkini ákærð vegna skattamála

16:59 Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út fimm ákærur á hendur systkinum sem oftast eru kennd við útgerðarfélagið Sjólaskip. Systkinin, tveir bræður og tvær systur, eru ákærð hvert um sig og einnig eru bræðurnir tveir ákærðir sameiginlega. Meira »

Hvaða ungu Íslendingar skara fram úr?

16:40 Í fyrra var Ingileif Friðriksdóttir valin framúrskarandi ungur Íslendingur af tvöhundruð tilnefndum. Nú hefur aftur verið opnað fyrir tilnefningar og landsmenn hafa þrjár vikur til að bregðast við. Meira »

Reyna að koma skútunni í land síðdegis

16:29 Einn var um borð í skútunni sem strandaði á skeri við Löngusker utarlega í Skerjafirði í dag. Björgunarbátur sigldi nánast alveg að skútunni og komst maðurinn þannig frá borði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Meira »

Ný skilti ekki lækkað hraðann

16:07 Lögreglan myndaði brot 92 ökumanna, sem keyrðu of hratt á Hringbraut í Reykjavík í gær. Á klukkustundartíma eftir hádegi óku 322 bílar í vesturátt og reyndust 92 þeirra yfir löglegum hámarkshraða, eða um 29%. Meira »

„Gamli Herjólfur sinnir þessu alveg“

15:32 Lagfæringum á ekju- og landgöngubrúm fyrir nýja Herjólf er næstum lokið. Nú eru það hins vegar viðlegukantar í Vestmannaeyjahöfn sem setja strik í reikninginn. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir ekki liggja á að taka skipið í notkun, enda afkasti gamli Herjólfur álíka miklu. Meira »

Bannar sæbjúgnaveiðar í Faxaflóa

15:28 Sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið hef­ur gert all­ar veiðar á sæ­bjúg­um óheim­il­ar frá og með deg­in­um í dag, á til­teknu svæði á Faxa­flóa. Þetta kem­ur fram í reglu­gerð ráðuneyt­is­ins, sem sögð er falla úr gildi 31. ág­úst næst­kom­andi. Meira »

Sækja slasaða konu á Fimmvörðuháls

15:16 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á þriðja tímanum í dag vegna slasaðrar konu á Fimmvörðuhálsi. Konan er slösuð á fæti og er stödd ofarlega á Fimmvörðuhálsi, miðja vegu milli Baldvinsskála og Fimmvörðuhálsskála. Meira »

Umferðarlagabrotum og kynferðisbrotum fjölgar

15:03 Umferðarlagabrotum og skráðum kynferðisafbrotum fjölgaði mikið á höfuðborgarsvæðinu í júní. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir júní 2019. Meira »

Ekkert fæst frá Isavia fyrr en á morgun

14:48 Næstu skref Isavia vegna dóms héraðsdóms í forræðisdeilu ríkisfyrirtækisins og bandaríska fyrirtækisins ALC verða ákveðin á morgun. Forstjóri fyrirtækisins hefur verið óínáanlegur síðustu daga. Meira »

Hefur hliðstæða reynslu af Birgittu

13:59 Þingflokkur Pírata var sammála um að rétt væri að upplýsa fundarmenn á félagsfundi flokksins á þriðjudaginn á hreinskilinn hátt um reynsluna af samstarfi þingmanna hans við Birgittu Jónsdóttur áður en greidd væru atkvæði um það hvort hún tæki sæti í trúnaðarráði flokksins. Meira »

Dómi yfir Vigfúsi áfrýjað til Landsréttar

13:26 Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands í máli ákæruvaldsins gegn Vigfúsi Ólafssyni, sem dæmdur var fyrir manndráp af gáleysi og brennu 9. júlí. Vigfús var ákærður eftir að tveir létust í bruna að Kirkjuvegi 18 á Selfossi í október. Meira »

Leita eiganda „slagsmálahamsturs“

12:59 Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá slagsmálum í bakgarði við heimahús í Keflavík í færslu á Facebook-síðu sinni. Óvenjulegt hafi hins vegar verið að sigurvegarinn hafi borið þann sem undir varð í kjaftinum heim til sín. Meira »

Fjögurra bíla árekstur við Grensásveg

12:51 Fjögurra bíla árekstur varð við Grensásveg og Hæðargarð. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var einn var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir að hann missti stjórn á bíl sínum. Meira »

Pétur G. Markan til Biskupsstofu

12:50 Pétur Georg Markan hefur verið ráðinn samskiptastjóri Biskupsstofu. Hann lét nýlega af störfum sem sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Hann hefur störf hjá Biskupsstofu í ágúst. Meira »

Áforma að friðlýsa Goðafoss

12:19 Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu Goðafoss í Þingeyjarsveit. Greint er frá áformunum á vef Stjórnarráðs og Umhverfisstofnunnar, Goðafoss er er einn af vatnsmestu fossum landsins og vinsæll ferðamannastaður. Meira »

Skúta strand í Skerjafirði

12:08 Björgunarsveitir í Hafnarfirði og Kópavogi voru kallaðar út um ellefu í morgun vegna skútu sem siglt hafði í strand utarlega í Skerjarfirði. Meira »
Ertu að spá í framtíðinni? spamidill.is
Einkatímar í spámiðlun og Reiki heilun. í persónu eða gegnum svarbox spamidill.i...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...