Áhyggjur af verðlækkun

Nóg að gera í fiskvinnslu.
Nóg að gera í fiskvinnslu. mbl.is/Kristinn

„Það er ekki hægt að fullyrða á þessari stundu hvaða áhrif verða af auknu framboði á þorski,“ segir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva.

Fyrr í mánuðinum var ákveðið að auka heildaraflamarkið á þorski um 10,4% og verður þorskkvótinn því hátt í 200 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Einnig mun þorskkvótinn í Barentshafi verða aukinn um 200 þúsund tonn og bendir slík aukning í þorskmagni til þess að verðmætaaukning verði ekki að veruleika vegna mögulegs offramboðs á þorski. Gert var ráð fyrir um 10 milljarða verðmætaaukningu.

„Það er meira heldur en framboð og eftirspurn sem spilar inní, því efnahagsástandið í markaðslöndunum þarf einnig að vega og meta. Í eðli sínu eru þetta ánægjuleg tíðindi fyrir okkur Íslendinga að það skuli vera aukinn þorskafli,“ segir Arnar í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag, en hann telur það óvíst hvaða áhrif þessi mikla aukning á framboði á veiðum í Barentshafi hafi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »