Tekjur Jóns Gnarr 1.180 þúsund

Jón Gnarr var 9. hæst launaði framkvæmdastjóri sveitarfélags í fyrra …
Jón Gnarr var 9. hæst launaði framkvæmdastjóri sveitarfélags í fyrra með 1.180 þúsund á mánuði. mbl.is/Ómar

Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, er tekjuhæsti sveitarstjórnarmaður landsins með 2.908 þúsund á mánuði. Næstur honum er bæjarstjórinn í Garðabæ, Gunnar Einarsson, með 1.659 þúsund á mánuði. Þriðji er Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri á Dalvík, með 1.426 þúsund krónur á mánuði.

Guðmundur Rúnar Árnason, fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, er fjórði hæst launaði sveitarstjórnarmaður landsins á árinu 2011 með 1.389 þúsund á mánuði. Í fimmta sæti yfir hæst launuðu sveitarstjórnarmennina er Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi í Reykjavík, með 1.310 þúsund á mánuði. Sjötti er Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, með 1.298 þúsund á mánuði. Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs í Árborg, er í sjöunda sæti með 1.287 þúsund á mánuði.

Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings, er áttundi hæst launaði sveitarstjórnarmaður landsins með 1.221 þúsund á mánuði. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, í níunda sæti með 1.204 þúsund á mánuði og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, er 10. hæst launaði sveitarstjórnarmaður landsins með 1.182 þúsund á mánuði.

Þetta kemur fram í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag.

16 bæjar- og sveitarstjórar voru með yfir eina milljón króna í laun á mánuði á síðasta ári. Ekki er neitt samhengi milli launa framkvæmdastjóra sveitarfélaga og stærðar þeirra. Þannig er borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr Kristinsson, í 11. sæti yfir hæst launuðu framkvæmdastjóra sveitarfélaga á landinu með 1.180 þúsund krónur á mánuði sem er eitt hundrað þúsund krónum meira en bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum, Elliði Vignisson, sem var með 1.080 þúsund krónur á mánuði í fyrra.

Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi er með 903 þúsund krónur á mánuði á árinu 2011. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, var með 829 þúsund krónur í fyrra í mánaðarlaun. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, var með 820 þúsund á mánuði í fyrra og Sóley Tómasdóttir, oddviti vinstri grænna, var með 705 þúsund á mánuði árið 2011.

Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri Fjallabyggðar er hæst launaði sveitarstjórnarmaður landsins.
Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri Fjallabyggðar er hæst launaði sveitarstjórnarmaður landsins.
Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri á Dalvík er þriðji hæst launaði sveitarstjórnarmaður …
Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri á Dalvík er þriðji hæst launaði sveitarstjórnarmaður landsins í fyrra.
Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri í Norðurþingi var með 1.221 þúsund …
Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri í Norðurþingi var með 1.221 þúsund á mánuði í fyrra. mbl.is
Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs Sveitarfélagsins Árborgar var með 1.287 þúsund …
Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs Sveitarfélagsins Árborgar var með 1.287 þúsund á mánuði 2011. Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert