Íslendingar hjátrúarfyllri eftir hrun

Hjátrú Íslendinga tekur til ótal margra óútskýranlegra hluta. Til að ...
Hjátrú Íslendinga tekur til ótal margra óútskýranlegra hluta. Til að mynda trúa sumir því að svartir kettir boði ógæfu. Jakob Fannar Sigurðsson

Hjátrú Íslendinga hefur aukist eftir hrun samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Fjólu Daggar Helgadóttur sálfræðings. „Það er líkt og Íslendingar sæki styrk í hjátrúna í erfiðum aðstæðum,“ segir Fjóla Dögg.

Fjóla Dögg fékk nýlega birta grein í vísindatímaritinu Journal of Obsessive-Compulsive and Related Disorders um rannsókn sína á hjátrú Íslendinga samanborið við Ástrala fyrir hrun. Niðurstöður samanburðarrannsóknarinnar leiddu í ljós að Íslendingar voru mun hjátrúarfyllri en Ástralir á árunum rétt fyrir hrun og að hjátrú hefur þar að auki náin tengsl við áráttu- og þráhyggjuröskun.

Fjóla vinnur um þessar mundir að rannsókn sem sýnir fram á að hjátrú Íslendinga hefur aukist eftir hrun, sem er að hennar sögn í takt við þróun í löndum þar sem efnahagshrun hefur átt sér stað. Hún starfar við sálfræðimeðferðir og rannsóknir í Oxford háskóla. 

„Efni greinarinnar tekur til rannsóknar sem ég framkvæmdi árið 2007, þegar allt var í blóma á Íslandi. Þá var ég stödd í Ástralíu og starfaði hjá sálfræðirannsóknarmiðstöð sem sérhæfði sig í áráttu-og þráhyggjuröskun. Rannsóknir okkar leiddu í ljós að mikil tengsl eru á milli áráttu-og þráhyggjuröskunar og að sterk og víðtæk hjátrú getur í einhverjum tilfellum kveikt þessa röskun hjá fólki,“ segir Fjóla Dögg. 

„Á Íslandi er ákveðin hjátrú ofin saman við menninguna. Margir trúa til dæmis að látnir ættingjar fylgist með manni, að manneskjur geti átt svokallaðar „fylgjur“ og við notum heitið „undra- eða töfrahugsun“ yfir þessa tegund hugsunarháttar,“ segir Fjóla Dögg og bætir við að hjátrú geti einnig til að mynda verið trú á stjörnuspár, að hugboð séu möguleg og að draumar séu fyrirboðar um atburði framtíðar.

Hjátrú sterkust í vanþróuðum löndum

Hún segir hjátrú af þessu tagi tengjast þróunarstigi landa. „Þegar ég segir frá þessum þætti menningarinnar á Íslandi reka útlendingar upp stór augu þar sem Íslendingar eru þjóð með hátt menntunarstig og gott velferðarkerfi. Óvenjulegt er hversu góðu lífi hjátrúin hefur lifað í gegnum þróun landsins því hjátrú er yfirleitt mest hjá vanþróaðri löndum,“ segir Fjóla Dögg. 

„Mín samanburðarrannsókn tók til háskólanema á Íslandi annars vegar og Ástralíu hins vegar. Niðurstöður hennar leiddu í ljós að var mun meiri á Íslandi auk þess sem einstaklingar sem höfðu sterka hjátrú höfðu fleiri einkenni áráttu-og þráhyggjuröskunar,“ segir Fjóla Dögg.

Efnahagshrunið hér á landi árið 2008 kveikti hjá Fjólu áhuga á að kanna hvort breyting hefði orðið á hjátrú Íslendinga fyrir og eftir kreppu.

„Eftir hrun framkvæmdi ég samanburðarrannsókn sem leiddi í ljós að hjátrúarhegðun jókst eftir hrun á Íslandi. Ég lagði þá fyrir nákvæmlega sömu kvarða á milli ára og fann að áráttu- og þráhyggjuröskun þeirra sem hafa sterka hjátrú hafði aukist umtalsvert. Slík aukning er í samræmi við niðurstöður rannsókna sem voru framkvæmdar í Þýskalandi og Bandaríkjunum fyrir síðari heimstyrjöld,“segir Fjóla Dögg.

Hún segir skýringuna mögulega liggja í andlegri líðan fólks í erfiðum aðstæðum. „Það er líkt og Íslendingar sæki styrk í hjátrúna í erfiðum aðstæðum. Í einhverjum tilfellum getur hún líka vakið með fólki þá tilfinningu að þeir hafi stjórn á aðstæðum þegar sú er ekki raunin í veruleikanum,“ segir hún. 

„Það reynir þá að finna aðferðir til að hafa áhrif á umhverfi sitt, jafnvel þótt þær aðferðir brjóti í bága við gagnrýna hugsun. Hjátrúin er þá ákveðið haldreipi.“ segir Fjóla Dögg og bætir við að í því samhengi sé áhugavert að líta til þess hversu sterk hjátrú var meðal Íslendinga á árunum fyrir hrun þegar aðstæður Íslendinga voru almennt betri og því ef til vill minni þörf á haldreipi hjátrúar.

Tölvusálfræðingur tekst á við félagsfælni

Fjóla hefur mörg járn í eldinum en doktorsverkefni hennar var þróun tölvumeðferðar þar sem boðið er upp á meðferð við félagsfælni. „Félagsfælnir einstaklingar eiga erfitt með að segja nei, taka alla aðra fram yfir sjálfa sig og eiga í miklum kvíða og jafnvel þunglyndi tengt því,“ segir Fjóla Dögg. Hún hefur nú sett á laggirnar fyrirtæki sem sinnir meðferð af þessu tagi í gegnum netið. „Við höfum fært okkur í nyt þekkingu á skilvirkustu leiðunum til að komast yfir félagskvíða og þróað meðferð sem gagnast getur fólki hvaðanæva að úr heiminum,“ segir Fjóla Dögg en með verkefninu er ákveðið bil brúað milli klínískrar sálfræði og gervigreindar að hennar sögn. „Meðferð við félagsfælni er nú hægt að sækja hjá tölvusálfræðingnum og erum við að vinna að meðferð við áráttu- og þráhyggjuröskun um þessar mundir, sem mun líklega koma út á næsta ári,“ segir hún.

Vefsíðu fyrirtækis Fjólu má finna hér. 

„Það er líkt og Íslendingar sæki styrk í hjátrúna í ...
„Það er líkt og Íslendingar sæki styrk í hjátrúna í erfiðum aðstæðum,“ segir Fjóla Dögg Helgadóttir klínískur sálfræðingur.
mbl.is

Innlent »

Styrkja útgáfu 55 verka

11:38 Miðstöð íslenskra bókmennta hefur nú úthlutað 30 milljónum króna í útgáfustyrki til 55 verka og það er hækkun um 6,5 milljónir króna milli ára. Alls bárust 93 umsóknir og sótt var um ríflega 90 milljónir króna. Meira »

Guðmundur Helgi nýr formaður VM

11:26 Guðmundur Helgi Þórarinsson var í gær kjörinn formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM) með 51,50% atkvæða.  Meira »

Mynduðu kross á Heimakletti

11:18 Um fjörutíu núverandi og fyrrverandi nemendur Grunnskólans í Vestmannaeyjum gengu upp á Heimaklett í gærkvöldi og tendruðu ljós til minningar um Sigurlás Þorleifsson, skólastjóra skólans, sem varð bráðkvaddur í göngu á Heimakletti síðastliðið þriðjudagskvöld. Meira »

Laxeldið mikilvægasta málið

11:15 Fiskeldi við Ísafjarðardjúp, sálfræðiþjónusta, samgöngur og íþrótta- og tómstundamál eru ofarlega í huga menntaskólanemanna Hákons Ernis Hrafnssonar og Kristínar Helgu Hagbarðsdóttur fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Meira »

Hvað langar mig að læra?

11:10 „Það er mjög mikið af köttum í Reykjavík, ég hef tekið eftir því,“ segir bandaríski spennusagnahöfundurinn Dan Brown brosandi þegar hann snýr til baka úr gönguferð um miðborgina. Og hann bætir við að kettirnir séu vinalegir. Meira »

Fékk aðsvif í miðri sýningu

10:56 Leiksýningin Fólk, staðir og hlutir var stöðvuð eftir um hálftíma í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi eftir að einn af leikurunum, Björn Thors, fékk skyndilegt aðsvif uppi á sviði. Að sögn Kristínar Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra var Björn fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir rannsóknir. Meira »

Stór dagur fyrir Landspítalann

10:32 Í morgun birtist auglýsing um útboð á framkvæmdum við nýja Landspítalann við Hringbraut. Þar eru boðaðar miklar framkvæmdir, m.a. uprif gatna, göng undir Snorrabraut og fleira. Meira »

Rannsókn Skáksambandsmálsins enn í gangi

10:40 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur enn að því að afla gagna í Skáksambandsmálinu svo kallaða. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Meira »

Ákærður fyrir að slá mann með kaffibolla

10:17 Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa í sumarbústað í ágúst árið 2015 slegið annan mann með kaffibolla og veitt honum högg í andlitið. Meira »

Ákærð fyrir fljótandi kókaín

10:06 Portúgölsk kona hefur verið ákærð af embætti héraðssaksóknara fyrir að hafa flutt 2.100 ml af vökva sem innihélt kókaín til landsins í lok síðasta árs. Var styrkleiki blöndunnar 51% og var kókaínið ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni að því er fram kemur í ákæru málsins. Meira »

Má ekki svara Heimi Hallgríms

09:40 Um mánaðamótin hækka sektir verulega og þeir sem nota síma, án handfrjáls búnaðar, gætu þurft að borga 40 þúsund krónur í sekt. Meira »

Bergur Ebbi og Ólafur Stefánsson í stjórn UN Women

09:36 Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur, ljóðskáld og ritgerðasmiður, og Ólafur Stefánsson, „hjartisti“ og frumkvöðull, voru kjörnir nýir inn í stjórn UN Women á Íslandi í gær. Meira »

Allir geta grætt á náttúruvernd

08:45 „Við Íslendingar erum enn fastir í þeim hugmyndum að ekki sé hægt að vernda svæði öðruvísi en að þar megi þá ekkert gera nema að anda,“ segir Sigurður Gísli Pálmason, stofnandi samtakanna Hrífandi sem standa fyrir ráðstefnu um verndarsvæði og þróun byggðar á morgun. Meira »

Verða að vinna stóru málin

08:11 Það kom Sigríði Ó. Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, alls ekki á óvart að heyra að í samtölum blaðamanns við Vestfirðinga um stærstu málin fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hefðu mál sem fremur heyra undir ríkisvaldið en sveitarfélögin ítrekað verið nefnd. Meira »

Nýr fjölskylduvefur á mbl.is

07:57 Í dag verður hleypt af stokkunum nýjum undirvef mbl.is, með nafnið Fjölskyldan. Vefurinn verður í umsjá Dóru Magnúsdóttur fjölmiðlafræðings, en hún starfaði á árum áður á fréttadeild Morgunblaðsins. Meira »

Fyrsta konan sem verður alþjóðaforseti Lions

08:18 Íslenskir Lionsmenn heiðruðu Guðrúnu Björtu Yngvadóttur í Hörpunni í gær í tilefni af því að hún verður kjörin alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar. Meira »

Útboð á framkvæmdum við nýjan spítala

08:07 Nýr Landspítali ohf. hefur auglýst útboð, í samstarfi við Ríkiskaup og Framkvæmdasýslu ríkisins, vegna framkvæmda við Hringbrautarverkefnið. Um er að ræða framkvæmdir vegna jarðvinnu fyrir meðferðarkjarnann, götur, göngustíga, bílastæði og annan lóðafrágang, ásamt fyrirhuguðum bílakjallara. Meira »

Koma félaginu inn í nútímann

07:37 Aðalfundur Eflingar – stéttarfélags 2018 verður haldinn á Grand hóteli í kvöld. Fundurinn hefst kl. 20. Nýr formaður félagsins, Sólveig Anna Jónsdóttir, mun taka við af Sigurði Bessasyni, fráfarandi formanni, á fundinum. Meira »
20739 þróunarsamvinna
Tilkynningar
Auglýst ferli nr. 20739 - Þróunars...
Skipulag kynningarfundur
Tilkynningar
Kynningarfundur um skipulagsmál Akran...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Rafvirki óskast
Önnur störf
Rafvirki óskast Óskum eftir rafvirkja ...