Banaslys á Steingrímsfjarðarheiði

mbl.is

Íslenskur karlmaður lést og tveir erlendir ferðamenn eru alvarlega slasaðir eftir að fólksbíll valt á Steingrímsfjarðarheiði á níunda tímanum í gærkvöldi. 

Fólkið var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi og liggja ferðamennirnir þar þungt haldnir.

Talið er að fólkið hafi fengið far með bílnum.  

Ekki er vitað um þjóðerni þeirra og ekki er vitað hvernig slysið vildi til, þar sem ekki var hægt að ræða við þau.

mbl.is