„Þetta var eins og í góðu lundaári“

Lundaveiðimenn í Álsey.
Lundaveiðimenn í Álsey. mbl.is/Sigurgeir

„Ég er alveg klár á því að aðra vikuna í ágúst verður brjálaður lundi,“ sagði Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari og lundaveiðimaður til fjölda ára í Vestmannaeyjum. Hann var ásamt fleirum í Álsey í þrjá daga í síðustu viku að dytta að veiðihúsi Álseyinga.

„Það var lundi alla dagana, samt var sólskin og ekkert lundaveður eins og við köllum það þegar er skýjað, súld, gola og lágþrýstingur,“ sagði Sigurgeir. Þessa daga var gengið vítt og breitt um Álsey.

„Lundinn var vel við norðan í eynni en það var enn betra að vestanverðu. Þetta var eins og í góðu lundaári, bara eðlilegt ástand. Það var lundi á flugi, í brekkunum og á sjónum,“ segir Sigurgeir í umfjöllun um heimsóknina í Álsey í Morgunblaðinu í dag. Svona var þetta þrátt fyrir háan loftþrýsting, norðanátt og þurrviðri, sem ekki eru kjöraðstæður. Það þótti næstum því óeðlilegt hvað lundinn var þaulsætinn í þessum þyrrkingi. Hann var við allan daginn og fjölgaði mikið í brekkunum á kvöldin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert