Styrking krónu mun skila sér út í verðlagið

Neytendur bíða eftir því að mikil styrking krónunnar fari að …
Neytendur bíða eftir því að mikil styrking krónunnar fari að skila sér í verðlækkun á innfluttum vörum, eins og dagvörunni. mbl.is/Árni Sæberg

Talsmenn matvöruverslana segja mikla styrkingu íslensku krónunnar að undanförnu farna að skila sér í verðlaginu og muni halda áfram að gera það á meðan krónan haldist þetta sterk. En það geti tekið sinn tíma og horfa þurfi yfir lengri tíma en nokkrar vikur og mánuði.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hefur krónan styrkst um nærri 8% á þremur mánuðum og um rúm 4% síðustu tvær vikur. Gengisvísitala krónunnar hélt áfram að lækka í gær.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri innkaupasviðs hjá Krónunni, sterkari krónu vera að koma fram í verðlaginu og muni gera það í meira mæli á næstunni. Bendir hann á að um 65% af því sem Krónan selji sé íslensk vara. Þar hafi gengið einnig sín áhrif en annar kostnaður þó fyrirferðarmeiri.

Gísli Þór Sigurbergsson, verðlagsstjóri Fjarðarkaupa, segir það geta tekið sinn tíma fyrir gengisbreytingar að skila sér út í verðlagið. Styrkingin sé ekki komin fram að öllu leyti en hún muni gera það á endanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »