„Saga Hörpu samofin sögu ruglsins“

Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður VG.
Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður VG. mbl.is/Ómar

Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið rétt ákvörðun að ljúka byggingu Hörpu. Hann segir hins vegar að saga tónlistarhússins muni því miður alltaf verða samofin sögu ruglsins sem hafi átt sér stað á árunum fyrir efnahagshrunið.

„Það lá alltaf ljóst fyrir að tap yrði á rekstrinum, a.m.k. fyrstu árin. Það var óhjákvæmileg afleiðing upphafsins og gríðarlegrar skuldsetningar,“ skrifar Björn Valur á bloggsíðu sína.

Þá segist hann vera ósammála þeim sem láti sem svo að rétt hefði verið að hætta við byggingu Hörpu í kjölfar hrunsins.

„Það var rétt ákvörðun að klára verkið. Það var rétt ákvörðun efnahagslega séð og það var rétt ákvörðun fyrir tónlistina og menninguna í landinu og þar af leiðandi fyrir okkur öll,“ segir Björn Valur.

mbl.is

Bloggað um fréttina