Transfólk hefur alltaf verið til

Undanfarið hefur mikið verið rætt um transfólk en Rannveig Traustadóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir hópinn þó hafa verið til alla tíð. Hún segir allt að 2% barna fæðast með óvíst kyn þ.e. annaðhvort kynfæri beggja kynja eða að óvíst sé um hvort sé að ræða og fari í aðgerð.

Samfélagið hafi skilgreint kynhlutverk allt of þröngt og því hafi þessi hópur burðast með mikla erfiðleika alla tíð sem hafi m.a. skilað sér í hárri sjálfsmorðstíðni. Rannveig segir umræðuna hér á landi þó vera að opnast og sérlega gaman hafi verið að vera viðstödd frumsýningu á myndinni Hrafnhildur í gær þar sem stór hópur transfólks hafi verið á meðal áhorfenda sem ekki sé vanalegt að sjá hér á landi. Myndina segir hún sýna hvernig þessum málum sé háttað á mjög einlægan og fallegan hátt sem sé aðgengilegur fyrir almenning. Þó sé mikilvægt að átta sig á því að Hrafnhildur sé einungis eitt dæmi um hvernig hlutirnir geti þróast hjá manneskju í þessari stöðu.    

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert