Þétt setin rúta vó salt á vegbrún

Farþegar rútunnar fylgdust með rútunni vega salt í gær.
Farþegar rútunnar fylgdust með rútunni vega salt í gær. mbl.is/Bruce McMillan

Litlu munaði að illa færi þegar rúta sem var þétt setin af farþegum fór út af veginum skammt norðan Húsavíkur, á Tjörnesi, í gær.

Ökumaður rútunnar missti stjórn á bifreiðinni í krappri beygju, en hún endaði hálfvegis út af veginum og lokaði með því fyrir alla umferð á veginum. Að sögn lögreglunnar á Húsavík var hún ekki á miklum hraða þegar atvikið gerðist.

Rútan skemmdist ekki og enginn slasaðist þegar óhappið átti sér stað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »