29 hrefnur eru komnar á land

Hrefna á Faxaflóa.
Hrefna á Faxaflóa.

Hrefnuveiðimenn hafa annað eftirspurn í sumar og tryggt nægilegt framboð af hrefnu. Hrefnuveiði hefur gengið vel og 29 dýr veiðst síðan 30. apríl en heildarkvótinn er 216 dýr.

Hrefnuveiðibátarnir Hrafnreyður KÓ og Hafsteinn SK hafa verið á hrefnuveiðum í sumar. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Hrafnreyðar ehf. sem gerir út hrefnuveiðibátinn Hrafnreyði KÓ, segir að ekkert hafi verið farið út til veiða síðan í vikunni fyrir verslunarmannahelgi, fyrst og fremst vegna veðurs en einnig vegna þess að eftirspurnin ráði för. Hins vegar standi til að fara út í vikunni.

Gunnar Bergmann segir að hrefnurnar hafi einkum veiðst í Faxaflóanum en líka í Breiðafirði og fyrir sunnan land. Hrefnukjöt sé vinsæll grillmatur og veiðin taki mið af eftirspurninni á grilltímanum enda fari allt kjötið á innanlandsmarkað. Grilltímabil sumarsins hafi náð hámarki og því sé eðlilegt að fara rólega í veiðina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »