Málningu stolið

Málningu var stolið úr vinnuskúr í Garðabæ
Málningu var stolið úr vinnuskúr í Garðabæ mbl.is/Eggert Jóhannesson

Brotist var inn í atvinnuhúsnæði í Garðabæ í nótt eða snemma í morgun og þaðan stolið 30 lítrum af málningu. Málið er í rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Á níunda tímanum var tilkynnt um skemmdir á vinnuskúr í Fossvogi. Ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki og er málið í rannsókn. Á sama tíma var tilkynnt innbrot í bifreið í austurborginni.

mbl.is

Bloggað um fréttina