Hrist upp í ferðamönnum

Tvöfalt gler er í bílum Mývatn Tours sem ekur daglega …
Tvöfalt gler er í bílum Mývatn Tours sem ekur daglega að Öskju, yfir helsta annatímann.

„Hola við og holu og endalaus þvottabretti.“ Þannig er ástandinu á fjölförnum hálendisvegum, s.s. Kili, Sprengisandi og Öskjuleið, lýst af reyndum bílstjórum.

Á einu þvottabrettinu á Öskjuleið varð hristingurinn svo mikill að tvær innri rúður í farþegarými splundruðust. Í þeim var öryggisgler sem sáldraðist yfir farþega, hættulaust en óþægilegt.

„Ríkið setur hundruð milljóna í að auglýsa landið og fá fólk hingað. Á sama tíma fær Vegagerðin ekki peninga fyrir lágmarksviðhaldi á þessum vegum. Stjórnvöld verða að taka eitthvað af þessum peningum sem þau setja í kynninguna og setja í Vegagerðina. Það gengur ekki að moka fólki til landsins og svo er bara allt í klessu,“ segir Gísli Rafn Jónsson hjá Mývatn Tours í fréttaskýringu um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert