Stjórnarflokkarnir funda um forvalsreglur

Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.
Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. mbl.is/Hjörtur

Báðir ríkisstjórnarflokkarnir blása til fundar um næstu helgi þar sem meginumfjöllunarefnið verða þær reglur sem gilda eigi í fyrirhuguðu forvali á framboðslista þeirra fyrir næstu þingkosningar sem fyrirhugaðar eru í apríl á næsta ári. Þá fara sumarferðir beggja flokka einnig fram um helgina.

Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fer fram 24.-25. ágúst á Hólum í Hjaltadal en flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fer hins vegar fram á Hotel Natura í Reykjavík 25.-26. ágúst.

Flokksráðsfundur VG mun auk forvalsreglna fjalla um kosningabaráttuna framundan, innri mál flokksins og sveitarstjórnarmál. Þá munu málefnahópar fjalla um landbúnaðarmál, utanríkismál og þá einkum norðurslóðamál, lýðræði og kvenfrelsi og kynbundið ofbeldi.

Umfjöllunarefni flokksstjórnarfundar Samfylkingarinnar fyrir utan reglur um forval flokksins verður tillaga um sátta- og siðanefnd, tillaga um uppfærða aðgerðaáætlun í málefnum ungs fólks og kosningavorið 2013 ásamt öðrum póltískum málefnum eins og segir í umfjöllun um fundinn á heimasíðu flokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert