Byssumaður handtekinn í Garðabæ

Sérsveitin. Myndin tengist aðeins óbeint.
Sérsveitin. Myndin tengist aðeins óbeint. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Hleypt var af skotvopni í íbúðarhúsi við Sunnuflöt í Garðabæ laust fyrir klukkan 18 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu höfuðborgarsvæðisins er aðgerðum lokið á vettvangi. Enginn slasaðist, karlmaður var handtekinn og er hann í haldi lögreglu.

Varðstjóri hjá lögreglunni gat ekki upplýst um hvort um sé að ræða húsráðanda, eða nokkuð annað um málið að svo stöddu.

Töluverður viðbúnaður var vegna málsins og sérsveit lögreglustjóra kölluð út til aðstoðar. Alls voru um þrjátíu lögreglumenn sem tóku þátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert