Tvær luku Viðeyjarsundi

Harpa Hrund Berndsen kemur að landi í Reykjavíkurhöfn.
Harpa Hrund Berndsen kemur að landi í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Tómas Jónasson

Fyrir helgi bættust tvær konur í hóp þeirra tólf kvenna sem lokið höfðu sjósundi frá Viðey og inn í Reykjavíkurhöfn, um 4,4 kílómetra leið. Þetta voru Harpa Hrund Berndsen og Eygló Halldórsdóttir.

Harpa, sem er 31 árs, synti á tveimur klukkustundum og tuttugu mínútum og Eygló á þremur klukkustundum og tveimur mínútum. Hún er elst kvenna sem hafa synt þessa leið, 58 ára. Sú yngsta, Írena Líf Jónsdóttir, var 16 ára þegar hún synti úr Viðey í fyrra.

Fyrsta konan sem synti frá Viðey til Reykjavíkurhafnar var Ásta Jóhannesdóttir, en það var 1928. Næst synti Helga Haraldsdóttir árið 1959 en síðustu þrjú ár hafa tólf konur synt þessa löngu leið. Sjósund er farið að njóta mikilla vinsælda, bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni. 

mbl.is