Hættur vegna lélegs vegar

Um þriðjungur erlendra ferðamanna sem til landsins koma heimsækja Landmannalaugar.
Um þriðjungur erlendra ferðamanna sem til landsins koma heimsækja Landmannalaugar. mbl.is/Brynjar Gauti

„Þvottabrettin eru orðin svo mikil að maður þurfti að keyra hratt í þetta og ég var bara orðinn hræddur um að bíllinn réði ekki við þetta.“

Þetta segir Jón Thorarensen rútubílstjóri, sem hefur ákveðið að hætta að aka með ferðamenn frá Hellu í Landmannalaugar vegna þess hve vegurinn er illa farinn.

Jón segir í Morgunblaðinu í dag, að Vegagerðin hafi ekki heflað veginn frá því hann var opnaður um mánaðamótin maí/júní. Jón segir að í byrjun sumars hafi tekið um 1:45 klst. að aka þangað frá Hellu, eftir Dómadalsleið, en aksturstíminn hafi verið kominn upp undir 3:10 klst. í ágúst. Hann treystir sér ekki lengur í aksturinn og verður því af mánaðarvinnu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert