Kreppa í dönskum hótelrekstri vegna virðisaukaskattsins

Erna Hauksdóttir.
Erna Hauksdóttir. mbl.is/Styrmir Kári

„Við myndum stefna lóðbeint í sömu áttina og Danir,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, en á fyrri hluta þessa árs dróst velta hótela og veitingahúsa í Danmörku saman um 7,2% miðað við sama tíma í fyrra.

Er það einkum rakið til þess hversu hár virðisaukaskattur á greinina er þar í landi, eða 25%, sem er hæsta hlutfallið í Evrópu.

Íslensk stjórnvöld hafa áformað enn hærri skatt á hótelgistingu hér á landi, eða úr 7% í 25,5%. „Það koma engir tveir til þrír milljarðar til að stoppa í fjárlagagatið ef þetta verður gert, tekjurnar munu bara minnka,“ segir Erna í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. Samtökin hafa ekki fengið annan fund með fjármálaráðherra til að ræða áform stjórnvalda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »