Vígslubiskup spyr hvort þjóðin sé að týna kirkjunni

Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti
Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti Af vef DFS

Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti velti upp þeirri spurningu við predikun í gær hvort þjóðin væri að týna kirkjunni og gleyma henni.

Sr. Kristján Valur predikaði í 100 ára afmæli Villingaholtskirkju í Flóahreppi í gær, samkvæmt frétt DFS. Hann kom meðal annars inn á þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október en þá fer fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem leitað verður eftir afstöðu þjóðarinnar til frumvarps stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár.

Kristján Valur sagði þetta vegna málsins:

„Við horfum fram til haustsins þegar þjóðin greiðir atkvæði um það hvort nefna má þjóðkirkjuna í stjórnarskránni,  og ef marka má umræðuna mun mikill meirihluti þeirra tæplega 80% þjóðarinnar sem tilheyrir sömu kirkju hafna því.

Börnin flytja að heiman og yfirgefa móður sína. Það er þroskasaga. Er það svo að við séum á þeirri leið sem þjóð að yfirgefa móður okkar kirkjuna eins og það væri þroskasaga? Er þjóðin að týna kirkjunni? Og gleyma henni?

Kannski er þetta ekki  stór spurning hér.  Mesta hættan á að týna kirkjum er ekki í strjálbýlinu. Kirkjan og trúin eru enn samofinn þáttur strjálbýlismenningarinnar í miklu meira mæli en þéttbýlisins. En hvað gerist með næstu kynslóð?"

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert