Högg á högg ofan

Ásmundur Einar Daðason
Ásmundur Einar Daðason

„Gistináttaskattur ríkisstjórnarinnar var lagður á hvert útselt hótelherbergi hverja nótt allt árið um kring frá og með síðustu áramótum. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur löngum verið talin hafa horn í síðu atvinnurekstrar, samanber atlöguna að sjávarútveginum og andúðina sem stafar frá stjórnarráðinu til landbúnaðarins,“ segir Ásmundur Einar Daðason alþingismaður í grein í Morgunblaðinu í dag.

Þá segir Ásmundur Einar: „Ferðaþjónustan mátti því búast við höggi frá ríkisstjórninni en það er eins og stjórnvöld setji það í sérstakan forgang að skekkja grundvöll atvinnurekstrar sem hvort tveggja í senn skapar útflutningstekjur og er einn helsti vaxtarsprotinn í atvinnulífi á landsbyggðinni. Síðsumars tilkynnti fjármálaráðherra hækkun virðisaukaskatts á gistingu og mun hækkunin taka gildi á næsta ári.“

Í niðurlagi greinar sinnar segir Ásmundur Einar: „Dragi ríkisstjórnin þessar tillögur ekki til baka hlýtur það að verða forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar að stöðva þessar árásir á ferðaþjónustuna. Ofurskattastefnu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri-grænna verður að linna. Innan tíðar verður gengið til kosninga og þá gefst tækifæri til að leiðrétta hin mörgu gönuhlaup ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur."

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »