Ráðherrar ræða makríl

Maria Damanaki tekur á móti Steingrími J. Sigfússyni í Brussel.
Maria Damanaki tekur á móti Steingrími J. Sigfússyni í Brussel.

Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra ræðir makríldeiluna og framhald veiða á fundi í London næstkomandi mánudag, 3. september.

Um ráðherrafund strandríkjanna er að ræða og auk Steingríms mæta til fundarins María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, Lisbeth Berg-Hansen, sjávarútvegsráðherra Noregs, og Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja.

Í  Morgunblaðinu í dag kemur fram, að með ráðherra í för verða Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytisstjóri, Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður ráðherra, og Benedikt Jónsson, sendiherra í London. Í samtali við Morgunblaðið í gær ítrekaði Sigurgeir fyrri ummæli þess efnis að niðurstöður rannsókna á göngum makríls í sumar hefðu styrkt samningsstöðu Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »