Hættan á við dekkjaverkstæði

Endurvinnslufyrirtækið Hringrás hefur gert ýmsar umbætur á starfssvæði sínu í Klettagörðum til að koma í veg fyrir að dekkjabruni á borð við þá sem blossuðu upp árin 2004 og 2011 geti endurtekið sig. Hafnarmálayfirvöld vilja banna fyrirtækinu að geyma og meðhöndla dekk á svæðinu.

Einar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Hringrásar, segir að búið sé að bæta öryggi og forvarnir, meðal annars með því að vinna dekkin hraðar sem koma inn, minnkað birgðirnar sem eru á svæðinu hverju sinni og hólfa það niður. Hættan sem stafi af starfssvæði fyrirtækisins jafnist á við hættuna af meðalstóru dekkjaverkstæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert