Nýtt skotveiðitímabil hefst í dag

Nýtt veiðitímabil er hafið.
Nýtt veiðitímabil er hafið. mbl.is/Ingó

Frá og með deginum í dag má veiða fjölmargar fuglategundir en þar má m.a. nefna fýl, dílaskarf, helsingja, stokkönd, hvítmáf og ritu.

„Gæsaveiðatímabilið hófst hinn 20. ágúst. Í dag [laugardag] má svo byrja að skjóta endur. Svartfuglinn er líka að detta inn um þessar mundir en hann er venjulega ekki mikið skotinn í byrjun september,“ segir Elvar Árni Lund, formaður Skotveiðifélags Íslands, í umfjöllun um upphaf veiðitímabilsins í Morgunblaðinu í dag.

Mánudaginn 20. ágúst rann upp sá dagur sem í huga flestra veiðimanna markar upphaf haustveiðinnar en þá hófust gæsaveiðar að nýju og standa til 15. mars. Varp heiðagæsar og grágæsar virðist hafa gengið afar vel í ár og því má áfram reikna með sterkum veiðistofnum þessara fugla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert