Allir á Facebook á Íslandi

Háskólinn í Reykjavík stendur fyrir alþjóðaviku þessa dagana. Markmið þessa árlega viðburðar er að vekja athygli á mikilvægi alþjóðastarfs í HR.

Í dag var hápunktur vikunnar. Þar buðu erlendir skiptinemar upp á mat frá sínu heimalandi og kynningar voru frá stofnunum og sendiráðum.

Meðal skiptinema hér á landi eru Bartomiej Glowacki og Monica Nocito. Mbl.is ræddi við þau um ástæðu þess að þau völdu Ísland auk þess að ræða við Sigrúnu Gunnarsdóttur forseta ESN á Íslandi. Bartomiej segist hafa fengið áhuga á Íslandi í kjölfar þess að hafa hlustað á tónlist Sigur Rósar.

Í dag eru 25 ár síðan Erasmus áætlunin hófst. Íslenskir háskólar hófu þátttöku í áætluninni árið 1992 og hafa 2500 íslenskir háskólastúdentar tekið hluta af námi sínu við evrópska háskóla á vegum hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert