Gunnlaugur ekki beðinn afsökunar að sögn Styrmis

Styrmir Gunnarsson
Styrmir Gunnarsson mbl.is/Rax

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, fjallar í Sunnudagsmogganum í dag um mál Kögunar og Gunnlaugs M. Sigmundssonar. Segir Styrmir að það sé ekkert hæft í því að Morgunblaðið hafi dregið í land með umfjöllun sína um fyrirtækið á sínum tíma. Eins væri það misskilningur að í birtingu viðtals við Gunnlaug, sem gagnrýndur var í þessu tilviki fælist afsökunarbeiðni af hálfu blaðsins, líkt og Gunnlaugur hélt fram í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í vikunni.

„Umfjöllun Morgunblaðsins fyrir tæpum einum og hálfum áratug um breytingar á eignarhaldi á Kögun hf. hefur dregizt inn í umræður um meiðyrðamál, sem er til meðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Af því tilefni er rétt að halda til haga þeirri stóru mynd, sem bjó að baki þeirri umfjöllun.

„Þegar upp komu raddir innan Sjálfstæðisflokksins fyrir nokkrum áratugum á erfiðum tímum þess efnis að taka ætti einhvers konar gjald fyrir varnarstöðina í Keflavík, svonefnd aronska, tóku þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrímsson, og Morgunblaðið upp harða baráttu gegn þeim sjónarmiðum og höfðu sigur.

Á níunda áratug síðustu aldar kom hins vegar í ljós, að fámennur hópur manna hafði hagnazt verulega á verktakastarfsemi fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Um það sagði Morgunblaðið m.a. í forystugrein hinn 12. maí 1998: „Á fjórum áratugum varð þróunin sú, að eignaraðild að Sameinuðum verktökum hf. færðist á hendur tiltölulega fámenns hóps manna og erfingja þeirra. Síðar komu bæði samvinnuhreyfingin og íslenzka ríkið að þessari starfsemi, þegar Íslenzkir aðalverktakar voru stofnaðir með sameiginlegri þátttöku þessara þriggja aðila. Á svipuðum tíma og Kögun hf. varð til var orðið ljóst að fámennur hópur manna hafði hagnazt um milljarða á framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli í skjóli einkaleyfis til framkvæmda.“

Nú má auðvitað segja, að það hafi verið barnaskapur að halda að verktakastarfsemin á Keflavíkurflugvelli mundi ekki skapa mikinn gróða, þótt upphaflega hafi verið gengið út frá því, að þær framkvæmdir yrðu á kostnaðarverði og eðlileg þóknun greidd til viðbótar. En þá er að læra af slíkum barnaskap,“ segir Styrmir í grein sinni í dag.

Það var ástæðan fyrir því að þegar Morgunblaðið vorið 1998 fékk vísbendingu um að verið væri að endurtaka þennan leik í skjóli Kögunar hf. sem hafði sérstakan samning við utanríkisráðuneytið um rekstur og viðhald nýs ratsjárkerfis fyrir ratsjárstöðvar varnarliðsins hóf blaðið skoðun á málinu, sem leiddi til birtingar á ítarlegri fréttaskýringu í maímánuði þetta ár um það hvernig eignarhald á þessu félagi hefði þróazt, skrifar Styrmir.

Í greininni fer Styrmir ofan í ritstjórnargreinar sem ritaðar voru á þessum tíma og segir að því fari fjarri, að Morgunblaðið hafi dregið í land með umfjöllun sína á þessum tíma.

„Þvert á móti. Hins vegar voru tvær meginreglur í heiðri hafðar. Færi blaðið með rangt mál var það leiðrétt og beðizt afsökunar á þeim mistökum. Og jafnframt var auðvitað sjálfsagt bæði þá og síðar, að sá sem fyrir gagnrýni varð hefði greiðan aðgang að blaðinu til þess að koma athugasemdum á framfæri og svörum við þeirri gagnrýni.

Á því byggjast auðvitað frjáls skoðanaskipti í lýðræðisríki. En það er misskilningur að í birtingu t.d. viðtals við þann aðila, sem gagnrýndur var í þessu tilviki fælist afsökunarbeiðni af hálfu blaðsins,“ skrifar Styrmir í Sunnudagsmogganum í dag en hægt er að lesa greinina í heild í blaðinu í dag.

Gunnlaugur Sigmundsson og lögmenn hans í héraðsdómi fyrr í vikunni.
Gunnlaugur Sigmundsson og lögmenn hans í héraðsdómi fyrr í vikunni. mbl.is/Andri Karl
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Telja eftirliti með skutulbyssum ábótavant

09:30 Samtökin Jarðarvinir telja að eftirliti með skutulbyssum Hvals hf. sem notaðar eru við hvalveiðar virðist vera verulega ábótavant og hafa sent lögreglunni á Vesturlandi erindi þess efnis. Meira »

Vatnstjón í Valsheimilinu

09:16 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Hlíðarenda rétt fyrir sjö í morgun vegna mikils vatnsleka. Unnið er að því að þurrka upp og bera út muni en einhver söguleg verðmæti voru geymd í kjallara Valsheimilisins. Meira »

Dregur framboð til baka

09:01 Jakob S. Jónsson hefur ákveðið að draga framboð sitt til formanns Neytendasamtakanna til baka af persónulegum ástæðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann hefur sent frá sér. Meira »

Snjallsímar breyttu stöðunni

08:38 Með langa reynslu af olíumarkaðnum í farteskinu hefur Margrét Guðmundsdóttir farið fyrir stjórn N1 síðustu árin. Nýlega samþykkti Samkeppniseftirlitið kaup þess á Festi og með því er orðinn til smásölurisi sem teygir sig yfir mörg svið, allt frá eldsneytisverslun til raftækja og matvöru. Meira »

Sea Shepherd stofna Íslandsdeild

08:33 Sérstök Íslandsdeild hefur verið stofnuð innan umhverfisverndarsamtakanna Sea Shepherd. Stofnfundurinn var haldinn á skemmtistaðnum Gauknum og var Alex Cornelissen, forstjóri samtakanna á heimsvísu, viðstaddur fundinn. Meira »

Lætur krabbameinið ekki stöðva sig

08:30 Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, Sirrý, er 44 ára. Hún segir lífið núna enda talar hún af reynslu. Hún greindist með leghálskrabbamein 2010 og aftur 2015 og þá voru henni gefin eitt til þrjú ár. Á næstu dögum nær hún í grunnbúðir Everest. Meira »

Sprengja úr Dýrafjarðarstafni

08:18 Útlit er fyrir það að öll vötn falli til Dýrafjarðar í apríl ef gangagröfturinn gengur jafn vel og til þessa. Eru um það bil 25 vikur þangað til gangamenn slá í gegn, þangað sem vinnu lauk Arnarfjarðarmegin. Meira »

Hrun í bílasölu eftir að krónan gaf eftir

07:57 Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, áætlar að sala nýrra fólksbíla hafi dregist saman um 30% síðustu 3-4 vikur. Samdrátturinn hafi hafist eftir að gengi krónu fór að gefa eftir í sumarlok. Sala til bílaleiga er meðtalin en hlutur hennar í heildarsölunni hefur farið minnkandi. Meira »

Fyrir þá sem vilja vakna brosandi

07:37 K100 er fyrsta útvarpsstöðin sem hefur dagskrá klukkan sex að morgni og munu Jón Axel Ólafsson, Ágeir Páll Ásgeirsson og Kristín Sif Björgvinsdóttir stýra þættinum Ísland vaknar. Segja þau í samtali við blaðamann að þátturinn sé fyrir þá sem vilja vakna brosandi. Meira »

Einmana og félagslega einangruð

06:59 „Við sjáum félagslega einangrun og einmanaleika í stórauknu mæli í samfélaginu öllu – frá barnæsku til efri ára. Við sjáum dæmi þess að félagslegt misrétti og félagsleg einangrun erfist milli kynslóða,“ segir Árni Páll Árnason í nýrri skýrslu um norræna velferðarkerfið. Meira »

„Sunnudagur lítur betur út“

06:38 Alldjúp lægð er nú langt suðvestur af landinu en skilin frá henni ganga yfir í dag. Næsta lægð er væntanleg aðfaranótt laugardags og útlit fyrir storm og mikla rigningu. En huggun harmi gegn þá lítur sunnudagur betur út. Meira »

Sérstök þjónusta fyrir konur

06:32 Velferðarráðuneytið hefur falið Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar að útfæra tilraunaverkefni um móttöku innan heilsugæslunnar þar sem konur gætu sótt ráðgjöf og ýmsa þjónustu vegna sértækra heilsufarsvandamála sem eru bundin við konur. Meira »

Heimilisofbeldi og eftirför

05:51 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um heimilisofbeldi í Hafnarfirði í nótt en ofbeldismaðurinn hafði yfirgefið heimilið áður en lögreglan kom þangað. Meira »

Miklar brotalamir í samráðskerfum

05:30 Lýðræðisgáttir Reykjavíkurborgar á netinu eru í lamasessi. Gjörbreyta þarf verkefnum sem borgin hefur hrundið af stað á undanförnum árum til að auka samráð og þátttöku borgaranna. Meira »

Rýfur 500 þúsund eintaka múrinn

05:30 „Á meðan mér finnst ég hafa eitthvað fram að færa sem rithöfundur og fæ hugmyndir til þess að vinna úr held ég áfram,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur. Meira »

Segist ekki hafa skálað við Kjærsgaard

05:30 „Nei, ég skálaði ekki við hana, ég hitti hana ekki einu sinni,“ segir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, um ummæli Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem féllu undir liðnum störf þingsins við upphaf þingfundar í gær. Meira »

Þarf að huga að auðlindagjaldi

05:30 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, telur miklar líkur á að fjárfestingar erlendra aðila í ferðaþjónustu muni aukast á næstu árum, þar sem áhugi fjárfesta á ferðaþjónustu hafi aukist verulega og líklegt sé að sá áhugi muni ná í auknum mæli til erlendra aðila. Meira »

Ekkert bólar á kostnaðarmatinu

05:30 Hvorki stéttarfélögin í Starfsgreinasambandi Íslands og VR né Samtök atvinnulífsins hafa enn birt mat á kostnaði við kjarakröfur félaganna vegna endurnýjunar kjarasamninga. Meira »

Lítið mældist bæði af eldri og yngri loðnu

05:30 Heildarmagn loðnu í leiðangri Hafrannsóknastofnunar í september mældist 337 þúsund tonn og þar af var metin stærð veiðistofns vertíðarinnar 2018/2019 um 238 þúsund tonn. Meira »
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
Heimili í borginni ...Eyjasol ehf.
3ja herb. íbúðir í austurborginni. Gisting fyrir 4-6. Lausir dagar. Góð gisting ...